Nýr leikmaður Njarðvíkinga sagði í viðtali við Karfan.is nú í gær að hann hlakkaði til að hefja atvinnumannaferil sinn á Íslandi.  Jones var ráðinn til Njarðvíkinga nú fyrr í síðustu viku og mun hefja leik með þeim grænklæddu í Dominos deildinni í október.
 Jones ólst uppí Newark New Jersey þangað til hann var 13 ára þá fluttist hann til Linden þar sem hann stundaði grunnskóla.  Hann útskrifaðist svo frá Kean háskólanum nú í vor.  "Auðvitað hugsaði ég um að það væri líklega mjög kalt á Íslandi fyrst landið heitir "Ísland" og það er nokkuð ljóst að allar ermasíðu peysur og buxur sem ég á munu fara í töskuna þegar ég fer yfir hafið. Hvað varðar mig þá hlakkar mig til að koma til Njarðvíkur og byggja ofaná mína körfubolta hæfileika og gera það sem Einar biður mig um.  Ég tel mína helstu kosti vera varnarmegin og að spila góða liðsvörn. Ég hef heyrt að deildin sé bara nokkuð sterk og ég muni koma til með að kljást við góða bakverði og framherja á Íslandi." sagði Jones í samtali við Karfan.is