Reyndar hafði þessi frétt komið fyrr í vikunni og áður en að Ray Allen samdi við Miami (hugsanlega ýtt undir það að Allen fór til Miami) en sagt er að Jason Terry hafi gert munnlegt samkomulag við Boston Celtics um að leika með þeim næstu 3 árin.
 Terry hefur spilað með Dallas Mavs síðastliðin 8 ár og átti stóran þátt í því að þeir unnu titilinn í fyrra. Kappinn mun hafa gefið Dallas tækifæri á að jafna þann samning sem Boston buðu honum nú en samkvæmt heimildum hafi þeir ákveðið að gera það ekki enda sögðu sögurnar að þeir ætluðu sér Dwight Howard (sem er enn möguleiki) og Deron Williams (sem hefur gefið það út að hann verði áfram með Nets)
 
Terry er 35 ára gamall leikmaður og setti niður 15 stig og gaf rúmlega 3 stoðsendingar á leik á síðasta tímabili. Donnie Nelson framkvæmdarstjóri hjá Dallas kvaddi "Jet" með þeim orðum að hann það sem hann gerði fyrir Dallas yrði seint gleymt. "Hann er einn af bestu leikmönnum sem við höfum haft og einnig frábær persóna. Ég óska honum alls hins besta í því verkefni sem hann tekur sér fyrir" sagði Nelson.