FIBA Europe var að ljúka við að draga í riðla fyrir EuroLeague kvenna þar sem Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar hennar í Good Angels Kosice voru í pottinum.
Mótherjar þeirra verða eftirfarandi lið en keppni hefst 17. október.
 
EuroLeague · B-riðill:
Fenerbache (Tyrkland), EU Sopron (Ungverjaland), Beretta-Familia (Ítalía), Nadezhda (Rússland), Good Angels (Slóvakía), CSM Targoviste (Rúmenía), Arras (Frakkland)
 
EuroCup kvenna:
Hrannar Hólm og danmerkurmeistarar hans í SISU leika gegn Chevakata (Rússland), CSM Satu Mare (Rúmenía) og BLMA (Frakklandi).
 
EuroChallenge
Pavel Ermolinskij og Nörrköping Dolphins fá þægileg ferðalög en þeir leika í C-riðli og drógust gegn BK Ventspils (Lettland), Tampereen Pyrintö (Finnland) og Södertalje BBK (Svíþjóð).
 
www.kki.is greindi frá.

Mynd/ Pavel Ermolinski í leik með Sundsvall Dragons á síðasta tímabili.