U16 ára landslið Íslands vann í dag C-deild Evrópukeppninnar en mótið fór fram á Gíbraltar. Ísland mætti Kýpverjum í úrslitaleiknum þar sem lokatölur voru 57-44 okkar konum í vil. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 24 stig, 7 fráköst og 2 stoðsendingar. Ísland vann alla leiki sína á mótinu.
Í hálfleik var staðan 35-23 fyrir Ísland og Sara þá komin með 18 stig. Hún var heldur rólegri í þeim síðari og skoraði sex stig en Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 8 stigum og 20 fráköstum! Þá var Elsa Rún Karlsdóttir með 6 stig og 8 fráköst.
 
Mögnuð frammistaða hjá íslenska liðinu í Gíbraltar, koma heim ósigraðar með farseðil inn í B-deildina.
 
nonni@karfan.is