Vináttulandsleik Íslands og Litháens var að ljúka rétt í þessu í Siemens höllinni í Litháen þar sem heimamenn fóru með stóran og öruggan 101-51 sigur af hólmi. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30-10 Litháen í vil.
Í hálfleik stóðu leikar 47-28 þar sem Ísland vann annan leikhluta 18-17 en okkar menn fengu ekki rönd við reist í þeim síðari og lokatölur sem fyrr 101-51.
 
Við birtum stigaskor helstu manna þegar þær upplýsingar berast en þeir Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson voru báðir komnir með 9 stig þegar nokkuð var liðið á leikinn.
 
Þar með er æfingaleikjum Íslands fyrir Evrópukeppnina lokið. Litháar sem eru í 5. sæti styrkleikalista FIBA færðu okkur stóran ósigur í dag en næsti leikur er gegn Serbum þann 14. ágúst í Laugardalshöll þegar EM hefst en Serbar eru í 8. sæti styrkleikalista FIBA.
 
Mynd/ Basketnews.lt – Jón Arnór Stefánsson til varnar í leiknum í dag.
  
nonni@karfan.is