Hraunar Karl Guðmundsson og Ægir Hrein Bjarnason hafa framlengt samninga sína við Breiðablik í 1. deild karla. Blikar láta ekki þar við sitja því Pálmi Geir Jónsson er genginn í raðir Blika sem er uppalinn í Skagafirðinum en Pálmi gerði tveggja ára samning við Breiðablik. Heimasíða Blika, www.breidablik.is greinir frá.
Þá hafa þær Hildur Þóra Sigfúsdóttir, Fríða Margrét Þorsteinsdóttir og Elín Kara Karlsdóttir allar skrifað undir samninga við félagið varðandi næstu leiktíð en kvennalið Breiðabliks leikur í 1. deild kvenna.
 
www.breidablik.is
 
Mynd/ Úr safni – Tomasz: Hraunar Karl í leik með Blikum gegn Skallagrím á síðasta tímabili.