Leikstjórnandinn öflugi Steve Nash fer hér á kostum í nýrri auglýsingu en nýverið gekk hann í raðir LA Lakers. Í þessari skemmtilegu stiklu kynnir Nash vörumerkið Liquid Nutrition og gerir það bara ansi myndarlega. Ljóst að Hollywood liggur vel fyrir kappanum.