Þá er komið að fimmta þætti Hliðarlínunnar hér á Karfan.is og að þessu sinni er það formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, sem ræðir við okkur alla leið frá Litháen en kl. 16:00 í dag að íslenskum tíma mætast Litháen og Ísland í æfingaleik ytra. Leikurinn er sá síðasti hjá Litháum í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í London og sá síðasti hjá íslenska liðinu fyrir Evrópukeppnina en Ísland mætir Serbíu þann 14. ágúst næstkomandi.
 
Hliðarlína þáttur 5: Hannes talar frá Litháen