Leikjaniðurröðun fyrir keppnistímabilið 2012-2013 í Domino´s deildum karla og kvenna er klár. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki hefja titilvörn sína á útivelli í sannkölluðum Suðurnesjaslag er þeir heimsækja Keflavík og tvöfaldir meistarar Njarðvíkurkvenna hefja sína titilvörn í Dalhúsum gegn Fjölni.
Keppni í úrvalsdeild kvenna hefst þann 3. október en keppni í úrvalsdeild karla hefst þann 7. október.
 
Nýliðarnir í úrvalsdeild karla mætast í fyrstu umferð þegar Skallagrímur mætir í Jakann, Fjölnir og KR eigast við í Dalhúsum, Garðbæingar halda á Krókinn, Jón Arnar fer með ÍR í Hólminn og silfurlið Þórs úr Þorlákshöfn fær Njarðvíkinga í heimsókn.
 
Fyrsta umferð í Domino´s deild karla:
7. október
 
Fjölnir-KR
Tindastóll-Stjarnan
Keflavík-Grindavík
Snæfell-ÍR
Þór Þorlákshöfn-Njarðvík
KFÍ-Skallagrímur
 
Fyrsta umferð í Domino´s deild kvenna:
3. október 2012
 
KR-Grindavík
Haukar-Keflavík
Fjölnir-Njarðvík
Valur-Snæfell