Á dögunum fór 17 manna hópur hressra Njarðvíkurstúlkna ásamt þremur fararstjórum til keppni á Euro Basket körfuboltamóti í Lloret De Mar á Spáni. Þessar 17 stúlkur skipuðu þrjú lið sem kepptu í tveimur árgangsflokkum. "96 -"97 og "98 og yngri sem máttu þó hafa 3 liðsmenn fædda "97.
Megin tilgangur ferðarinnar var að efla félagsandann og viðhalda áhuga ásamt því að hafa  það að leiðarljósi að hafa gaman og leyfa öllum að spila sem mest. Í stuttu máli má segja að það hafa tekist fullkomlega og gott betur.
 
 
Mynd: Stelpurnar á góðri stund ásamt Steindóri Gunnarssyni fararstjóra.