Böðvar Guðjónsson formaður KKD KR útilokar ekki að Vesturbæjarveldið ráði erlendan þjálfara en KR-ingar leita nú að eftirmanni Hrafns Kristjánssonar sem ákvað í sameiningu við stjórn KR að stýra liðinu ekki áfram.
,,Eins og staðan er núna útilokum við ekki neitt," sagði Böðvar í snörpu spjalli við Karfan.is. ,,Við erum á því stigi eins og gefur að skilja að velta fyrir okkur hlutunum eins og eðlilegt er."
 
nonni@karfan.is