KKÍ gerði nýverið þriggja ára samning við Domino´s og munu úrvalsdeildirnar í íslenska boltanum bera nafn fyrirtækisins. Þar áður hafði Iceland Express prýtt úrvalsdeildirnar síðustu sjö ár á undan. Karfan.is náði tali af Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ sem þakkaði Iceland Express fyrir samstarfið og að samningurinn við Domino´s verði kynntur betur almenningi síðar í haust.
Hvað var til þess að Domino´s gerðist samstarfsaðili KKÍ?
 
Það voru nokkur fyrirtæki sem höfðu áhuga á því að setja nafn sitt á efstu deildirnar okkar og koma í samstarf við KKÍ.
 
Domino´s var eitt af fáum fyrirtækjum sem við fórum í alvöru viðræður við og má segja að andrúmsloftið á fundum okkar með þeim og framsækni stjórnenda fyrirtækisins hafi orðið til þess að stjórn sambandins ákvað að ganga til samninga við Domino´s um að deildirnar okkar beri þeirra nafn næstu þrjú árin hið minnsta. Þetta er stór samingur bæði fyrir KKÍ og Domino´s og því eðlilegt að menn gæfu sér smá tíma í að fara yfir öll smátriði áður en gengið var formlega var samningnum og hann kynntur fyrir hreyfingunni.
 
Ég vil nota tækifærið hér og þakka Iceland Express fyrir samstarfið á síðustu sjö árum en samstarfið við þau hefur gengið mjög vel og allir skilja í mesta bróðerni og óska ég þeim alls hins besta í ókominni framtíð.
 
Þú segir að búið að sé að kynna samninginn fyrir hreyfingunni –  hvernig hafa forráðamenn félaganna í Domino´s deildunum tekið í nýja samninginn?
 
Áður en að fjölmiðlafundinum kom hafði ég samband við formenn allra félaga sem eiga lið í Domino´s deildunum og kynnti þeim helstu atriði samningsins og má segja að ég hafi fengið jákvæð viðbrögð og menn bara spennir að fá nýjan aðila til samstarfs við körfuboltafjölskylduna. Þetta er einn stærsti samningur sem KKÍ hefur gert og ljóst er að körfuboltahreyfingin öll mun njóta góðs af honum. Svo verður samningurinn kynntur betur í haust og farið yfir áherslur næsta vetrar í Domino´s deildunum.
 
Eigum við vona á einhverju nýju í tenglsum við Domino´s deildirnar?
 
Já það verður ýmsilegt um að vera hjá okkur tengt Domino´s deildunum og það var eitt af stóru atriðunum þegar ákvörðun var tekin um samstarfið við Domino´s en þeirra hugmyndir og okkar að markaðssetningu deildinnar, fá fleiri til að mæta á leiki og fylgjast með körfuboltanum eiga mjög vel saman. Domino´s er mjög framsækið og „lifandi“  fyrirtæki,  til marks um það er að Birgir framkvæmdastjóri og Magnús markaðsstjóri þeirra eru nánast daglega að koma með nýjar hugmyndir og vangaveltur hvernig við getum og ætlum að breiða út boðskapinn um okkar frábæru íþrótt körfuboltann. Það er von mín og trú að þessu samningur muni efla íslenkan körfubolta og gera hann enn vinsælli hér á landi. Ég hvet því alla til að fylgjast vel með í haust þegar við munum kynna betur hvað við ætlum að gera saman.
 
Mynd/ www.kki.is
 
nonni@karfan.is