Skallagrímskonur hafa fengið nýjan þjálfara en sá varð Evrópumeistari í C-deild U16 ára kvenna á dögunum og heitir Finnur Jónsson. Finnur tekur við starfinu af Írisi Gunnarsdóttur. Þá var á dögunum samið við sex leikmenn félagsins.
Þessir sex leikmenn eru: Þorbjörg og Sigurbjörg Sigurðardætur, Þórkatla Þórarinsdóttir, Íris Gunnarsdóttir, Harpa Bjarnadóttir og Íris Indriðadóttir.
 
Í spjalli á heimasíðu Skallagríms segir fráfarandi þjálfarinn Íris Gunnarsdóttir að veturinn leggist vel í hana og kvaðst hún spennt að geta einbeitt sér aftur að því að vera aðeins í hlutverki leikmanns en ekki leikmanns og þjálfara. Nánara spjall við Írisi má nálgast hér.
 
Mynd/ Finnur Jónsson stýrir Skallagrím í 1. deild kvenna á næstu leiktíð.
 
www.skallagrimur.is