Þá er öllum sex leikjunum lokið í karlakeppni körfuboltans á Ólympíuleikunum í London í dag. Síðastir á svið voru Bandaríkjamenn og Túnis þar sem þeir fyrrnefndu fóru með auðveldan 110-63 sigur af hólmi.
Úrslit dagsins
 
Bandaríkin 110-63 Túnis
Carmelo Anthony og Kevin Love voru báðir með 16 stig í liði Bandaríkjanna en hjá Túnis var Makram Ben Romdhane með 22 stig.
 
Litháen 72-53 Nígería
Linaz Kleiza var stigahæstur Litháa með 13 stig en hjá Nígeríu voru þeir Ike Diogu og Al-Farouq Aminu báðir með 12 stig.
 
Frakkland 71-64 Argentína
Tony Parker var stigahæstur hjá Frökkum með 17 stig en hjá Argentínu var Manu Ginobili, samherji Parker hjá Spurs, með 26 stig.
 
Kína 54-73 Rússland
Besti vinur ritstjórnar hjá NBA Ísland, Andrei Kirilenko, var stigahæstur í rússneska liðinu með 16 stig en Yi Jianlian var stigahæstur hjá Kína einnig með 16 stig.
 
Ástralía 70-82 Spánn
Ingles og Newley voru báðir með 12 stig í liði Ástralíu en hjá Spánverjum var Pau Gasol með 20 stig og Rudy Fernandez bætti við 17.
 
Brasilía 67-62 Bretland
Reinking og Mensah-Bonsu voru stigahæstir í breska liðinu báðir með 13 stig og Bulls-leikmaðurinn Luol Deng bætti við 12 stigum en hjá Brasilíu var Tiago Spiltter með 21 stig og Marcelinho Huertas gerði 13.
 
Mynd/ Frá viðureign Bandaríkjanna og Frakklands í fyrstu umferð mótsins.
 
nonni@karfan.is