Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels Kosice verða í drætti Meistaradeildarinnar (Euroleague) næstkomandi föstudag ásamt 20 öðrum liðum. Sem fyrr er við ramman reip að draga en andstæðingar Good Angels koma frá Frakklandi, Ítalíu, Tyrklandi, Póllandi, Spáni, Rússlandi og víðar.
Alls eru s.s. 21 lið skráð til leiks og verður dregið í þrjá sjö liða riðla þar sem leikið er heima og að heiman. Fimm efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðil sem síðan skipar 8-liða úrslit keppninnar. Dregið verður í keppnina í Þýskalandi næsta föstudag.
 
Liðin sem verða í drættinum:
 
Arras Pays d’Artois (FRA)
Rivas Ecópolis (ESP)
BK Brno (CZE)
Sparta&K M. R. Vidnoje (RUS)
Bourges Basket (FRA)
Tarsus Belediye Spor (TUR)
CSM Targoviste (ROU)
Wisla Can-Pack Krakow (POL)
Famila Schio (ITA)
UMMC Ekaterinburg (RUS)
Fenerbahce (TUR)
Uni Györ (HUN)
Galatasaray (TUR)
Uniqa Euroleasing Sopron (HUN)
Good Angels Kosice (SVK)
USO Mondeville Basket (FRA)
CCC Polkowice (POL)
Novi Zagreb (CRO)
Nadezhda (RUS)
ZVVZ USK Prague (CZE)
Perfumerias Avenida (ESP)
  
nonni@karfan.is