Deron Williams, stjörnuleikmaður Brooklyn Nets, skrifaði undir nýjan samning við félagið sitt í gær og batt enda á þær vangaveltur að hann myndi ganga til liðs við Dallas. Mikið var rætt um þann möguleika að Williams myndi yfirgefa Brooklyn en nú er ljóst að hann fer ekki neitt.
Williams sem kom í skiptum frá Utah á sínum tíma vildi sjá leikmannahópinn styrkjast áður en hann ákvað framtíð sína hjá félaginu. Á dögunum fékk Brooklyn Joe Johnson og eru núna að reyna af alefli að fá óánægða risann, Dwight Howard, frá Orlando. Ef þau skipti takast verður Brooklyn eitt sterkasta lið austurstrandarinnar.
 
Mynd: Deron Williams verður áfram í herbúðum Brooklyn.
 
emil@karfan.is