Hinn 38 ára gamli Marcus Camby er á leið til New York Knicks á nýjan leik en þangað fer hann frá Houston. Fyrir Camby fær Houston þrjá leikmenn og tvo valrétti í annarri umferð næsta nýliðavals og þarnæsta samkvæmt heimildum vestanhafs.
Ekkert hefur komið frá Houston né New York í sambandi við þessi skipti en talið er að Camby semji við New York til þriggja ára fyrir 13,2 milljónir Bandaríkjadala. Þá er talið að Toney Douglas og Josh Harrelson ásamt Jerome Jordan fari til Houston.
 
nonni@karfan.is