U16 ára landslið Íslands vann í dag öruggan sigur gegn Wales á Evrópukeppninni í C-deild. Lokatölur voru 64-12 Ísland í vil en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 14-2 fyrir Ísland og snemma ljóst í hvað stefndi. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 13 stig og 4 fráköst.
Sandra Lind Þrastardóttir bætti við 12 stigum og 9 fráköstum og þá var Guðbjörg Einarsdóttir með 7 stig og 5 fráköst. Ísland vann alla þrjá leikina sína í A-riðli og mæta annað hvort Skotlandi eða Gíbraltar í undanúrslitum en það ræðst endanlega síðar í dag hvort liðið það verður.
 
Mynd/ Elsa Rún fylgist með Söndru Lind í baráttunni á NM fyrr á þessu ári.
 
nonni@karfan.is