Flestir miðlar hafa nú greint frá því að landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson séu á leið í uppeldisfélagið KR og leiki með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deildinni.
 
Báðir léku þeir Helgi og Brynjar sem atvinnumenn í Svíþjóð á síðustu leiktíð en orðrómurinn um endurkomu þeirra í DHL-Höllina hefur verið þrálátur.
 
Mynd/ Brynjar Þór í leik með Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.