Bretar leika án Ben Gordon á Ólympíuleikunum í London í sumar en Gordon var nýverið skipt ffrá Detroit til Charlotte Bobcats í NBA deildinni og gaf Bretum þau svör að hann gæti þessvegna ekki skuldbundið sig með landsliðinu.
Byron Mullens, miðherji Bobcats í NBA, er einnig leikmaður breska landsliðsins sem verður ekki í hópnum en það er sökum meiðsla og því tefla Bretar aðeins fram einum NBA leikmani á Ólympíuleikunum en það er Luol Deng leikmaður Chicago Bulls.
 
Gordon hefur enn ekki leikið landsleik fyrir Breta en hann er fæddur í London og hefur verið valinn í landsliðið síðan árið 2008. Bretar keppa á Ólympíuleikunum sem heimaþjóð en þeir náðu ekki inn á mótið eins og öll önnur lið en heimaþjóðin þarf að gera.
 
nonni@karfan.is