Bjarki Ármann Oddsson verður næsti þjálfari Þórs á Akureyri en hann samdi nýverið við klúbbinn til eins árs. Bjarki verður einnig að þjálfa í yngri flokkum félagsins og verður því í fullu starfi hjá félaginu við þjálfun.
Bjarki er uppalinn Þórsari og á leiki að baki með U16 og U18 ára landsliðum Íslands. Þór festi einnig áfram hjá sér tvo unga og efnilega leikmenn en þeir eru Sindri Davíðsson og Svanur Jóhannesson. Nokkuð stór spónn fór úr aski félagsins í sumar þegar Stefán Karel Torfason samdi við Snæfell í Domino´s deildinni og skarðið sem hann skilur eftir sig verður vandfyllt.
 
 
Mynd/ Thorsport.is: Bjarki Ármann ásamt Stefáni Vilberg Leifssyni formanni Kkd Þórs.