Nú styttist óðar í Ólympíuleikana í London og á sunnudag mættust Bandaríkin og Argentína í æfingaleik í Barcelona á Spáni þar sem Bandaríkin unnu nauman 86-80 sigur. Bandaríkin leiddu frá upphafi til enda og framan af stefndi í stórsigur en Arngentínumenn bitu frá sér og létu stjörnumprýtt lið Bandaríkjanna hafa fyrir hlutunum.
Á kafla virtist vera að sjóða upp úr og ljóst að Argentínumenn ætlar sér ekkert að verða neitt fallbyssufóður líkt og einhver linkindarlið sem leika gegn Harlem Globetrotters. Þarna voru pústrar og þurfti að skila menn að en stór þristur frá Chris Paul þegar um tvær mínútur voru til leiksloka reyndust banabiti Argentínumanna.
 
Kevin Durant gerði 27 stig fyrir bandaríska liðið og Kobe Bryant bætti við 18 stigum. Hjá Argentínu var Manu Ginobili með 23 stig og Carlos Delfino gerði 15.
 
Mynd/ Kobe Bryant gerði 18 stig í bandaríska liðinu gegn Argentínu.
 
nonni@karfan.is