Bandaríkjamenn eru heimsmeistarar U17 ára landsliða eftir 95-62 sigur á Áströlum en lokakeppni HM í þessum aldursflokki fór fram í Kaunas í Litháen. Jahill Okafor var valinn besti maður mótsins en hann gerði 17 stig og tók 8 fráköst í leiknum gegn Ástralíu en Bandaríkin unnu alla átta leiki sína á mótinu.
Í síðari hálfleik náðu Ástralir að minnka muninn í 40-30 en nær komust þeir ekki og Bandaríkjamenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn en þeir voru einnig ríkjandi meistarar fyrir mótið.
 
nonni@karfan.is