Bandaríska landsliðið kláraði undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana sem hefjast um næstu helgi með sigri á spánverjum í Barcelona.  Spánverjar byrjuðu leikinn betur og höfðu náð 9 stiga forskoti, 13-22, áður en Bandaríska liðið datt í gang.  Bandaríska liðið snéri leiknum sér í hag undir lok fyrsta leikhluta og í byrjun annars og höfðu náð 8 stiga forskoti, 48-40 í hálfleik.  
 Bandaríska liðið vann þriðja og fjórða leikhluta einnig nokkuð örugglega og höfðu á endanum 22 stiga sigur, 100-78.  

Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 27 stig en næstir voru Lebron James með 25 stig og 7 stoðsendingar og Kevin Durant með 13 stig.  

Hjá Spánverjum var Pau Gasol stigahæstur með 19 stig og 5 fráköst en næstu menn voru Serge Ibaka með 16 stig og Juan Carlos Navarro með 11 stig.  
 
Bandaríska liðið hefur svo leik á Ólympíuleikunum á sunnudaginn næstkomandi gegn Frökkum en Spánverjar eiga fyrsta leik gegn Kínverjum seinna sama dag.  Ólympíuleikarnir verða sýndir bæði á RÚV og á hliðarrás þeirra svo það er aldrei að vita nema að við fáum að sjá eitthvað af þessum leikjum þar.