Baldur Már Stefánsson verður í þjálfarateymi Raptors basketball Academy daganna 23.-27. júlí. Fyrir ári var Baldri Má Stefánssyni boðið að vera einn þjálfara hjá Toronto Raptors basktetball academy og var hann þar ásamt fyrrum þjálfara og leikmanni Þórs Konrad Tota. Baldri var boðið að vera með í ár og fór hann út fimmtudaginn 12. júlí. 
Þegar Baldur kemur út fer hann beint í 3 á 3 streetballmót á vegum NBA í Markham Civic center.  Þar verður hann í liði með Konrad Tota og 2 öðrum leikmönnum.  Mótið var  mikið auglýst og verður ýmislegt í gangi í kringum mótið, NBA leikmenn, klappstýrur og meira að segja lukkudýr og alls konar tónlistaratrði ásamt hefðbundnum 3ja stiga og troðslukeppnum.
 
Baldur Már mun svo spila 5-6 leiki í Kanadískri sumardeild í liði með m.a. Konrad Tota og Silver Laku, sem spilaði í Borgarnesi fyrir þremur árum. Raptors Academy byrjar svo 23. júlí og stendur í 5 daga frá mánudegi til föstudags.   Búðirnar fara fram við Humber háskólann.  Í heildina eru um 200 krakkar og 20 þjálfarar auk fjölda gestaþjálfara og fyrirlesara.  Meðal gesta sem mæta eru DeMar Derozan, Ed Davis og Amir Johnson. 
 
Nánar um málið á www.thorsport.is