Nú þegar styttist í Ólympíuleikana í London í næsta mánuði er undirbúningur þátttökuþjóðanna í hámarki. Bandaríska liðið spilaði sinn fyrsta æfingaleik í gærkvöldi og eru því öll liðin farin af stað. Á heimasíðu mótsins er hægt að sjá öll úrslit æfingaleikja sem og næstu æfingaleiki þátttökuþjóðanna.
Á hinum flotta og skemmtilega vef www.london2012.fiba.com er ítarlegt yfirlit um öll liðin, dagskrána og margt fleira.
 
Í dag eru tveir æfingaleikir á dagskrá en það er annars vegar viðureign Spánar og Túnis og hinsvegar leikur Frakklands og Hvíta-Rússlands.
 
 
emil@karfan.is