A-landslið karla heldur til Litháen í fyrramálið þar sem leiknir verða tveir leikir ásamt því sem liðið fær að æfa við bestu aðstæður.
Annars vegar verður leikir gegn liði skipað atvinnumönnum frá Litháen og hins vegar gegn Ólympíuliði Litháen.
 
21. júlí Úrvalslið Litháen – Ísland • 20:00 ( 17:00 íslenskum tíma )
 
24. júlí Litháen – Ísland í Siemens höllinni í Vilnius • 19:00 ( 16:00 að íslenskum tíma )
 
Heimamenn búast við um 8-9.000 áhorfendum á leikinn í Vilnius en eins og menn vita þá er körfubolti þjóðaríþrótt í Litháen og stuðningur við landsliðið er gríðarlega mikill. Leikurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu í Litháen.
 
Jakob Örn Sigurðarson átti ekki heimangengt þar sem hann og hans kona eiga von á barni á næstu dögum. Helgi Jónas Guðfinnsson aðstoðarþjálfari átti heldur ekki heimangengt í þessa ferð.
 
Hópinn skipa eftirtaldir:
 
4 • Brynjar Þór Björnsson KR, 15 landsleikir
 
5 • Haukur Helgi Pálsson Manresa, 3 landsleikir
 
6 • Árni Ragnarsson Fjölnir, Nýliði
 
7 • Finnur Atli Magnusson KR, 8 landsleikir
 
8 • Hlynur Bæringsson (C) Sundsvall, 53 landsleikir
 
9 • Jón Arnór Stefánsson CAI Zaragoza, 53 landsleikir
 
10 • Helgi Már Magnússon KR, 66 landsleikir
 
11 • Axel Kárason Vaerlose, 4 landsleikir
 
12 • Pavel Ermolinskij Norrköping Dolphins, 22 landsleikir
 
13 • Ægir Þór Steinarsson Newberry College, USA, 2 landsleikir
 
14 • Logi Gunnarsson Angers BC 49, 81 landsleikur
 
15 • Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík, 27 landsleikir
 
 
Mynd/ Árni Ragnarsson mun leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd á næstu dögum.