Í dag kl. 17:00 að íslenskum tíma mætast Ísland og Kýpur í úrslitum C-deildar Evrópukeppninnar í 16 ára flokki kvenna. Íslenska liðið hefur sýnt það og sannað á mótinu að það á fullt erindi í B-deild Evrópukeppninnar.
Ísland er eina liðið á mótinu sem ekki hefur tapað leik. Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir leiðir mótið í stigaskori með 16,5 stig að meðaltali í leik og þá er Valsarinn Elsa Rún Karlsdóttir í 5. sæti yfir frákastahæstu leikmenn með 10 fráköst að jafnaði á leik. Njarðvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir er í 3. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn með 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
Með sigri í dag tryggir Ísland U16 ára sveit sinni sæti í B-deild í næstu Evrópukeppni.
 
nonni@karfan.is