Það getur bakað ýmiskonar vandræði að ,,koppí-peista" héðan og þaðan og því fengum við að kynnast á dögunum þegar við settum inn frétt þess efnis að Sigurður Ingimundarson væri að taka við kvennaliði Keflavíkur auk þess að halda áfram með karlalið félagsins.
Í fréttinni er vitleysan feitletruð:
 
Sigurður er öllum hnútum kunnugur í Keflavík og ekki síst þegar kemur að kvennaliðinu en hann stýrði því árin 1992-1996 og varð liðið Íslandsmeistari öll árin.
 
Hið rétta er að…
Sigurður er vissulega öllum hnútum kunnugur í Keflavík og vissulega stýrði hann liðinu 1992-1996 en það sem er rangt er að hann varð ekki meistari með kvennaliðið öll árin. Leiktíðina 1994-1995 varð einmitt Breiðablik meistari er það sópaði Keflavík 3-0.
 
Hlutaðeigandi Blikar og aðrir eru beðnir velvirðingar á þessu.
 
nonni@karfan.is