Elvar Már Friðriksson, hinn 17 ára gamli leikstjórnandi Njarðvíkinga kom heldur betur á óvart í vetur í Iceland Express-deild karla í körfuboltanum. Hann leiddi liðið í úrslitakeppnina þrátt fyrir hrakspár um fallbaráttu. Hann var kjörinn í Stjörnuleikinn og á lokahófi KKÍ var hann kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Á síðasta árinu eða svo stækkaði Elvar um u.þ.b. 10 sentimetra en það hjálpaði honum sannarlega mikið í baráttunni í úrvarlsdeild. Þessi rólyndispiltur er þó hvergi banginn þegar hann stígur inn á völlinn.??
Markmiðið fyrir tímabilið var í raun bara að ná í liðið og komast í 12 manna hóp,“ segir Elvar Már. „Ég er búinn að æfa mikið aukalega og það sýnir sig að það er að skila sér,“ en Elvar segir það mikinn heiður að hafa verið kjörinn efnilegastur á lokahófinu.
 
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Elvar með U18 ára landsliði Íslands á NM í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði.