U16 ára lið karla fann í dag sinn fyrsta og eina sigur á Norðurlandamótinu er liðið hafði betur gegn Dönum. U18 ára liðið lagði Finna í síðasta leik riðilsins en liðin mætast aftur á morgun í úrslitaleiknum. Því miður var ekki hægt að vera með beina textalýsingu frá leikjunum í Solnahallen þar sem vandræðagangur var með nettenginguna, vonum að það verði allt í himnalagi á morgun.
Úrslit leikjanna í morgun:
 
U18 Ísland 71-64 Finnland
 
U16 Ísland 66-58 Danmörk
 
Nánar verður greint frá leikjunum á eftir.
 
Mynd/ Högni Fjalarsson sækir að Dönum í 16 ára leiknum áðan en hann gerði 12 stig í leiknum og tók 2 fráköst.