Íslenska U18 ára landsliðið mætir nú stöllum sínum úr Svíþjóð og von er á miklum slag enda Svíar jafnan sterkir á NM. Íslensku stelpurnar léku vel í þrjá leikhluta gegn Finnum í gær en gáfu eftir á lokasprettinum og máttu þola tap. Nú ætla þær á fullt alla fjóra leikhlutana. Áfram Ísland!
 
U18 kvk Ísland-Svíþjóð: Textalýsing

– Myndasafn úr leiknum eftir tomasz@karfan.is

– Samantekt KKÍ frá leiknum

– U18 ára lið kvenna hefur því tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum á mótinu en mæta Noregi í fyrramálið og eins og þjálfarinn sagði…þá er það ,,allt eða ekkert leikur"

– Lovísa Björt Henningsdóttir fékk tvö höfuðhögg í leiknum og verið er að flytja hana á brott úr Solnahallen þar sem hún þarf að komast undir læknishendur. Lovísa liggur hér eftir og verið er að huga að henni. Sendum Lovísu baráttukveðjur en hún átti liprar rispur í leiknum fyrir Íslands hönd.

– Tölræði leiksins

– Besti leikmaður Íslands í leiknum: Marín Laufey Davíðsdóttir með 7 stig og 5 fráköst og gríðarlega góða baráttu!

,,Stelpurnar stóðu sig frábærlega og við börðumst fyrir öllu og héldum áfram allan leikinn. Við setjum ekki niður einn þrist í þessum leik og erum að keppa við stórar og sterkar stelpur sem keyra vel á körfuna. Ég verð að taka það fram að dómarar leiksins áttu ekki góðan dag, það má vart sýna tilfinningar í þessu og það var ekkert gefins hérna. Ég er engu að síður stoltur af stelpunum," sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Íslands í samtali við Karfan.is eftir leik.

,,Mætum Norðmönnum á morgun og þá er það bara allt eða ekkert, ef við spilum af sama krafti og við gerðum í dag þá verði uppskeran engu að síður betri. Við ætlum að rokka þetta aðeins upp og vera með læti."

___________________________________________________________________________________________

– Leik lokið – 56-89 urðu lokatölur. Öruggur sigur Svía.

– 3.00mín til leiksloka: 51-82 fyrir Svíþjóð…Ísland er enn ekki búið að skora þrist í leiknum sem gerir næstum því 80 mínútur og 2 af 19 í þristum ef með er talinn Finnaleikurinn í gær.

– 4.59mín til leiksloka: 49-76 fyrir Svíþjóð.

– Hér hefur önnur tæknivilla verið dæmd á íslenska liðið og dómarar leiksins hafa náð inn á fínustu taugar íslenska hópsins. Staðan 46-70 og munurinn helst til of mikill enda býr mikið í íslenska liðinu. 6.16mín eftir.

– 8.05mín eftir af leiknum: 44-65 fyrir Svíþjóð… Hallveig Jónsdóttir fer af velli með fimm villur og Ísland tekur leikhlé í framhaldinu. Svíar hafa leikið mjög líkamlegan bolta í dag og komist upp með það. Mikið má út af bera hjá heimakonum ef þær fara ekki með sigur af hólmi í dag en við trúum því að enn sé til afl í íslenska liðinu til að láta vel fyrir sér finna.

– Fjórði leikhluti hafinn og Svíar þegar búnir að skora eftir stolinn bolta og hraðaupphlaup, staðan 42-62 fyrir þær sænsku. Hildur Björg Kjartansdóttir fer nú af velli með fimm villur, 9.21mín til leiksloka.


Andrea Björt Ólafsdóttir
__________________________________________________________________________________________

– Aníta Kristmundsd. Carter lokar þriðja leikhluta fyrir Ísland með þremur vítum, tvö fara ofan í og staðan 42-60 fyrir Svía. Svíþjóð vann þriðja leikhluta 25-17 og þó vissulega hefði íslenska liðið mátt spila af meiri festu þá eru þær að glíma við mótlæti í dómgæslunni og það er því miður ekkert svo lítið að þessu sinni.

– Jón Halldór þjálfari Íslands er sprunginn á dómgæslunni… fær hér dæmt á sig tæknivíti fyrir orðin: ,,You guys are killing us" – sannari orð sjaldan verið látin falla í Solnahallen. Vont hjá mótshöldurum að bjóða upp á þetta.

– 1.30mín eftir af þriðja: 38-52 fyrir Svíþjóð. Svíar halda Íslendingum í fjarlægð og fá að spila stíft, Ísland tekur leikhlé. Leikhlutinn hefur einkennst af baráttu til þessa og er jafn, liðin bæði gert 15 stig þessar tæpu níu mínútur.

– 38-49 og 3.20mín

– Ísland er komið aftur í maður á mann vörn en svæðisvörnin fyrr í leiknum gekk lítt og Svíar fengu þá mikið af opnum skotum á vængjunum. Staðan núna 36-45 fyrir Svíþjóð og 4.30mín eftir af öðrum leikhluta.

– 6.15mín eftir af þriðja: 31-40 fyrir Svíþjóð, Margrét Rósa brunaði upp og skoraði í teignum, komin með 8 stig.

– Munurinn kominn niður í tíu stig, 29-39 fyrir Svía. 

– 7.50mín eftir af þriðja: 25-37 fyrir Svíþjóð, Hildur Björg Kjartansdóttir gerir fyrstu tvö stigin í síðari hálfleik af vítalínunni.

– Tvær mínútur liðnar af síðari hálfleik og hvorugt lið búið að skora. Lítið gengur á upphafsmínútunum hjá liðunum.

– Síðari hálfleikur er hafinn…


Lovísa Falsdóttir
___________________________________________________________________________________________
– Skotnýting Íslands í hálfleik:

Tveggja 33,3%, þriggja 0% (0 af 6), víti 62,5%

-Stigahæstu leikmenn Íslands í hálfleik
Hallveig Jónsdóttir er með 6 stig í hálfleik
Margrét Rósa Hálfdánardóttir 5 stig og 3 fráköst
Lovísa Henningsdóttir 4 stig

– Hálfleikstölur 23-37 fyrir Svíþjóð

– Lokasprettur Íslands í fyrri hálfleik var gersamlega hauslaus, stelpurnar gerðu ekkert rétt! Linar og andlausar og í stöðunni 21-18 Íslandi í vil stungu Svíar af og leiða 23-37 í hálfleik! Þarna varð 2-19 sveifla hjá heimakonum sem fóru að leika maður á mann vörn allan völl og það þoldu íslensku bakverðirnir illa og létu taka sig algerlega í bólinu.

– Nú er íslenska vörnin eitthvað að gleyma sér og Svíar fá hvert skotið á fætur öðru galopið í hornunum. 

– 1.34mín eftir af öðrum: 23-28 fyrir Svíþjóð. Ísland opnaði leikhlutann með 9-0 dembu, Svíar svara með 10-0 dembu svo það er óhætt að segja að hér séu sveiflur. Leikhlé í gangi núna og tilvalið fyrir okkar dömur að klára þessa rúmu mínútu af krafti og hafa trú á skotunum, þá detta þau í tonnavís.

– Svíar á 10-0 skriði og staðan 21-28 fyrir heimakonur. Vantar töluverða grimmd í íslenska liðið um þessa stundina.

– 3.53mín eftir af öðrum: 21-26 fyrir Svíþjóð sem skella hér niður tveimur þristum í röð… Jón Halldór tekur leikhlé. Að sama skapi vilja íslensku þristarnir ekki niður, reyndar eru þeir nokkuð fjarri því að vilja niður, erum 0 af 5 í þristum til þessa.

– 5.22mín eftir af öðrum: 21-20 fyrir Ísland og Svíar skora sín fyrstu stig í leikhlutanum eftir næstum 5mín leik.

– 21-18 fyrir Ísland, Hallveig skorar eftir stolinn bolta, Svíar taka leikhlé en þeir hafa ekki skorað í leikhlutanum eftir 9-0 byrjun Íslands.

– 7.05mín eftir af öðrum: 17-18 fyrir Svíþjóð og vörnin í brennidepli hjá báðum liðum sem einnig eru nokkuð mistæk, eru bæði að fara frekar illa með boltann.
 
– Lovísa Fals kominn inn á nýjan leik og byrjar á því að skora, staðan 17-18 fyrir Svía og Ísland farið í svæðisvörn.
 
– Margrét Rósa opnar annan leikhluta fyrir Ísland með sterku gegnumbroti, setur skotið og fær víti að auki. Vítið steinlá og staðan 15-18 fyrir Svía.
 
– Annar leikhluti hafinn, Svíar leiða sem fyrr 12-18
 
Hildur Björg Kjartansdóttir
__________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið: 12-18 fyrir Svíþjóð. Lovísa Henningsdóttir með 4 stig í íslenska liðinu. Svíar ívið grimmari í frákastabaráttunni.
 
– 1.38mín eftir af fyrsta: 10-15 fyrir Svíþjóð sem voru enda við að smella niður þrist. Ísland að fara illa með hraðaupphlaupin sín hér í fyrsta leikhluta og klára færin ekki af nægilegum krafti.
 
– Ísland hefur ekki skorað núna í næstum fjórar mínútur nú þegar Ingunn Embla Kristínardóttir fer á vítalínuna og setur tvö víti og minnkar muninn í 8-10. 3.32mín eftir af fyrsta.
 
– Boltinn hefur ekki verið að detta hjá okkur síðustu mínútur. Svíar hafa hert tökin í vörninni en staðan er enn 6-7 heimamenn í vil og 4.15mín eftir af fyrsta.
 
– 5.24mín eftir af fyrsta: 6-7 fyrir Svíþjóð sem taka hér 5-0 rispu. 
 
– 6-2 fyrir Ísland og baráttan í hópnum er góð, Hildur Björg var að skora í teignum.
 
– 7.30mín eftir af fyrsta: Staðan 2-2 og liðin svona að þreifa hvert á öðru. Íslenska liðið sækir ákveðið á sænsku körfuna.
 
– Marín Laufey gerir fyrstu stig Íslands í leiknum eftir stoðsendingu frá Lovísu Falsdóttur.
 
– Leikur hafinn!
____________________________________________________________________________________________
– Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð:
Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Hallveig Jónsdóttir, Lovísa Falsdóttir, Marín Laufey Davíðsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir.
 
– Fyrstu tveir leikir dagsins voru hjá U16 ára liðum Íslands, strákarnir töpuðu naumlega gegn Noregi í miklum slag en stelpurnar skelltu Norðmönnum örugglega og náðu þar með í fyrsta kvennasigurinn á NM síðan árið 2009. 
 
– Um tíu mínútur eru í leik og nokkur hópur foreldra er mættur til Solna að fylgjast með íslensku liðunum. 
 
– Þjálfararnir Jón Halldór og Henning héldu langan og góðan liðsfund fyrir leik og fóru vel yfir stöðuna. Íslenski hópurinn mætir einbeittur til leiks og ætla sér að gera betur í dag en gegn Finnum í gær. 
 
Staðan í U18 kvenna í augnablikinu:
Nr Lag M V F P PG/MP PPM/MPPM Hemma V/F Borta V/F Hemma PPM/MPPM Borta PPM/MPPM Senaste 5 Senaste 10 I rad Hemma /- i rad Borta /- i rad JM
1. Fin W18 2 2 0 4 137/109 68.5/54.5 1/0 1/0 76.0/54.0 61.0/55.0 2/0 2/0 2 1 1 0/0
2. Swe W18 1 1 0 2 76/55 76.0/55.0 0/0 1/0 -/- 76.0/55.0 1/0 1/0 1 1 0/0
3. Den W18 1 0 1 0