Átján ára kvennaliðið vann flottan sigur á Noregi 66-51. Íslenska liðið leiddi allan tímann og landaði sanngjörnum sigri.
 
 
– Samantekt um leikinn á KKÍ.is
 
– Maður leiksins: Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 25 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
– Margir leikmenn spiluðu vel í dag. Hallveig Jónsdóttir(8 stig og 9 fráköst) ásamt Söru Sigurðardóttur(11 stig og 4 fráköst( voru að spila sinn besta leik á mótinu.
 
– Með sigrinum tryggja þér sæti í leik um þriðja sætið á sunnudag.
 
– Er þetta fyrsti sigur U18 kvennaliðs á NM síðan árið 2007.
____________________________________________________________________________
 
  Hallveig Jónsdóttir að finna samherja
 
– Þetta er komið. Þjálfararnir eru farnir að gefa fimmur. Marín Laufey Davíðsdóttir klárar leikinn með tveimur stigum. SIGUR 66-51.
 
– Norðmenn að komast á línuna. 62-49. Þegar 1:50 eru eftir.
 
– 2:20 eftir þetta er að hafast. 15 stiga munur ennþá.
 
– Margrét Rósa að setja körfu og fá villu að auki. Jón Halldór þjálfari tekur stríðsdans á hliðarlínunni. Vítið ofaní. Ísland leiðir 62-47.
 
– Ísland að fá körfur 59-47 þegar 3:38 eru eftir af leiknum. Norskt leikhlé.
 
– Ísland búið að brjóta múrinn í fjórða leikhluta. Margrét Rósa setti niður snyrtilegt skot og kom Íslandi í 57-45 þegar um fimm mínútur eru eftir.
 
– 55-45 fyrir Ísland. Ekkert stig enn komið frá Íslandi í fjórða leikhluta..
 
– Leikhlé Ísland. Staðan 55-42 og Norðmenn á línunni. Sóknarleikurinn er brösulegur þar sem fá góð skot eru að koma. Norðmenn hafa náð að keyra aðeins í bakið á okkur. Þjálfararnir eru að fara yfir þessi mál í leikhléinu.
 
– Þrjár míniútur búnar af 4. leikhluta og staðan 55-40. Ísland hefur ekki náða að skora.
 
– Fyrstu sóknir Íslands ganga ekki alveg nógu vel. En vörnin er að halda.
 
– Fjórði leikhluti hafinn – Noregur byrjar á And1. Staðan 55-40.
_____________________________________________________________________________
 
– Staðan 55-37 þegar lokaleikhlutinn er eftir. Stelpurnar að spila frábærlega.
 
– Frábært hraðaupphlaup hjá Íslandi. Staðan 55-37 Íslandi í vil.
 
– Ísland að pressa – það skilar góðum árangri. Ísland leiðir 50-33.
 
– Hallveig með fimm stig og Ísland heldur áfram að sækja. Noregur með síðustu fjögur stigin og Jón Halldór tekur leikhlé. Staðan 48-33 Íslandi í vil þegar 4:18 eru eftir af 3. leikhluta.
 
– Hildur Björg með tvær körfur og Ísland komið með fínt forskot 43-23.
 
– Seinni hálfleikur hafinn og þær norsku komnar í maður á mann. Margrét Rósa að negla niður tvisti.
_______________________________________________________________________________
 
 
  Hildur Björg Kjartansdóttir að setja tvö stig
 
–  Flautukarfa frá Andreu Björt Ólafsdóttur til að klára fyrri hálfleik. Ísland leiðir 34-21. Stelpurnar eru búnar að vera tæta vörn Norðmanna í sig.
 
– Margrét Rósa að tæta vörn Norðmanna og skora glæsilega körfu 30-17 Íslandi í vil.
 
– Ísland leiðir 28-14 eftir fjögur stig í röð. Ísland er að pressa og það er að skila auðveldum körfum. Sara Diljá með fjögur stig í röð. 2:08 eftir.
 
– Risa þristur hjá Margréti Rósu gegn svæðisvörn Norðmanna. Ísland leiðir með 10 stigum 22-12.
 
– Mikið fát í öllum sóknaraðgerðum Íslands. Norðmenn komnir í svæði. 19-12 fyrir Íslandi.
 
– Allir byrjunarleikmenn Íslands komnir inná. Ísland leiðir 19-11 þegar 6 mínútur eru eftir.
 
– Ísland missir boltann í hraðaupphlaupi og Jón Halldór tekur leikhlé. 6:55 eftir af öðrum leikhluta.
 
– Noregur svarar með 4-0 spretti og staðan 18-11 .
 
 – Frábær byrjun hjá Íslandi í 2. leikhluta. Þær eru búnar að skora fyrstu sex stigin og leiða 18-7. Noregur tekur leikhlé eftir aðeins 1:15 mínútu.
__________________________________________________________________________________
 
   Andrea Ólafsdóttir er að spila vel fyrir Ísland
 
– 12-7 fyrir Íslandi þegar 1. leikhluti er búinn.
 
– Eftir að hafa byrjað maður á mann er Ísland komið í svæði. Það virðist virka.
 
– 11-7 fyirr Ísland þegar 2 mín eru eftir af 1. leikhluta.
 
– Ísland leiðir 9-3 þegar 3:30 eru eftir. Þær uer miklu grimmari og eru að berjast.
 
– Marín Laufey farin útaf eftir tvær mínútur með tvær villur. Andrea kemur inná. Staðan 7-2 fyrir Ísland.
 
– Mikill kraftur í íslenska liðinu. Stelpurnar vel studdar af áhorfendum og eru vinkonur þeirra í 16 ára liðinu að hvetja þær áfram.
 
 – Leikurinn byrjaður og fyrstu stigin komin í hús. Margrét Rósa með sniðskot og Hallveig þrist 5-0 Íslandi í vil.
___________________________________________________________________________
 
Fyrir leik: Einhver meiðsli eru að hrjá Íslenska liðið. Ingunn Embla Kristínardóttir spilar án efa ekki meira með þar sem hún er tognuð á kálfa. Óvíst er hvort að Lovísa Björt Henningsdóttir taki þátt en hún fékk heilahristing eftir viðskipti gærdagsins á parketinu.
 
Fyrir leik: Með sigri fara stelpurnar lang leiðina að tryggja sér sæti í leik um þriðja sætið á sunnudag.
 
Byrjunarlið Íslands: Marín Laufey Davíðsdóttir, Lovísa Falsdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Hallveig Jónsdóttir og Hildur Björg Kjaransdóttir