U18 ára karlalið Íslands mætir nú Svíum á NM í Solnahallen. Búast má við hörkuleik enda þessir peyjar eldað saman grátt silfur síðustu þrjú árin eða svo. Bein tölfræðilýsing leiksins er aðgengileg hjá KKÍ.is en hér að neðan fer bein textalýsing leiksins.
 
U18 kk Ísland-Svíþjóð: Textalýsing
 
 
 
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands:
Emil Karel Einarsson 23 stig og 6 fráköst
Maciej Baginski 18 stig og 10 fráköst
Martin Hermannsson 17 stig og 6 fráköst
Valur Orri Valsson 13 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar
 
– Maður leiksins: Emil Karel Einarsson með 23 stig og 6 fráköst og svaðalegan þrist sem reyndist banabiti Svía.
____________________________________________________________________________________________
– Leik lokið 87-76… sterkur sigur okkar manna sem unnu framlenginguna 20-9
 
– 28 sek og Martin setur tvö víti, 83-74… Svíar skora strax og minnka í 83-76… við getum slegið því föstu að þetta sé komið hjá okkar mönnum! Þeir láta þetta ekki af hendi.
 
– 55 sek eftir … staðan 81-74 fyrir Ísland
 
– 1.30mín eftir... sá stóri! 79-72 fyrir Ísland þar sem fyrirliðinn Emil Karel var að bomba niður þrist sem líktist helst líkkistunagla.
 
– 2.11mín eftir… Maciej skorar í teignum og staðan 76-72.
 
– 74-70 Valur Orri með tvö víti
 
– 2.48mín eftir: 72-68… Svíar setja eitt víti og þar með sín fyrstu stig í framlengingunni. Heimamenn pressa. 
 
– 3.32mín eftir: Emil Karel brýst í gegn, skorar af harðfylgi og fær villu að auki. Vítið vill ekki niður en Ísland náði sóknarfrákastinu! Staðan 72-67!
 
– Emil Karel setur niður tvö víti og 67-70 fyrir Ísland þegar 3.45mín eru eftir.
 
– Baginski náði varnarfrákasti og Svíar brutu á honum, hann fær tvö víti, fyrra klikkar en síðara vill niður og Ísland leiðir 68-67.
 
– Framlenging er hafin og það eru Svíar sem byrja með boltann.
___________________________________________________________________________________________
– 67-67 Svíar með flautukörfu! Það verður Framlengt! Svíþjóð vann fjórða leikhluta 18-14.
 
– 3 sek… Martin Hermannsson setur stökkskot í Svíateignum og kemur Íslandi í 67-65 og Svíar taka leikhlé. 
 
– 15,5 sek eftir: Svíar brenna af fyrra vítinu en setja seinna og jafna leikinn í 65-65! Ísland tekur leikhlé og okkar menn eiga svo innkastið við þriggja stiga línuna hjá Svíum.
 
– Ísland missir boltann þegar 15,5 sekúndur eru eftir og brjóta á Svíum. Nú er kominn skotréttur og Svíar geta tekið forystu.
 
– 18,4 sek eftir og skot varið hjá Martin Hermannssyni, Einar Árni tekur leikhlé, Ísland á innkast undir sænsku körfunni.
 
– 40 sek eftir og Ísland vinnur boltann af Svíum!
 
– 46,5 sek eftir og Ísland brýtur á Svíum, ekki enn kominn skotréttur en heimamenn taka leikhlé og geta í næstu sókn náð forystu í leiknum í fyrsta sinn ef þeir skora!
 
– 1.26mín eftir: 65-64 fyrir Ísland, Svíar að setja tvö víti og hafa þjarmað vel að íslenska liðinu síðustu mínútur. 
 
– 2.24mín eftir: 65-60 fyrir Ísland og Svíar eru farnir að pressa, voru enda við að uppskera auðvelda körfu úr pressunni þegar Ísland missti sig aðeins niður á hælana.
 
– 4.04mín eftir: Leikhlé í gangi og staðan óbreytt. Ísland hefur verið með forystuna allan leikinn en Svíar gert nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að stela henni en okkar menn halda alltaf út. Nú er það lokaspretturinn!
 
– 4.46mín eftir: Emil Karel setur niður þrist og slítur Ísland frá að nýju, 61-56, ekki vanþörf á þessum þribba.
 
– Fíaskó…Einar Árni að fá dæmt tæknivíti á sig þegar 5.19mín eru til leiksloka. Þjálfarinn ósáttur við þetta ódýra tæknivíti og skiljanlega svo, Svíar minnka muninn í 58-56.
 
– 6.02mín eftir af leiknum: 58-54 fyrir Ísland. 
 
– Svíar taka 5-0 dembu og minnka muninn í 56-54 þegar 7.00 mínútur eru til leiksloka.
 
– Elvar Már Friðriksson opnar fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu og kemur Íslandi í 56-49.
 
Emil Karel Einarsson
____________________________________________________________________________________________
– Þriðja leikhluta lokið: Staðan 53-49 fyrir Ísland. Svíar unnu þriðja leikhluta 18-15.
 
– 52 sek eftir af þriðja: 53-47 fyrir Ísland. 
 
– Jens Valgeir er að skila góðri vinnu undir íslensku körfunni þessa stundina, staðan 52-45 fyrir Ísland en Svíar sækja að. 2.05mín eftir af þriðja.
 
– 4.42mín eftir af þriðja: Dæmd óíþróttamannsleg villa á Maciej. Svíar fá tvö víti og minnka muninn í 50-41 og eiga innkast.
 
– Svíar eru að finna þristana sína gegn íslensku svæðisvörninni, staðan 48-39. Ísland heldur þó heimamönnum í skefjum og ráða hraða leiksins.
 
– 7.30mín eftir af þriðja: 46-36, Svíar minnka muninn í tíu stig með þriggja stiga körfu en íslenski hópurinn er sprækur og allt annað að sjá vörnina núna heldur en í öðrum leikhluta.
 
– 42-31… 4-0 byrjun hjá Íslandi og Svíar taka leikhlé
 
– Ísland byrjar síðari hálfleik í svæðisvörn…byrjunarliðið hér í þriðja er Valur Orri Valsson, Martin Hermannsson, Maciej Baginski, Emil Karel Einarsson og Jens Valgeir Óskarsson
 
– Síðari hálfleikur er hafinn…
 
Maciej Baginski
____________________________________________________________________________________________
– Í hálfleik hefur Ísland betur í frákastabaráttunni 26-23 og hefur Hugi Hólm tekið fimm stykki fyrir íslenska liðið.
 
– Skotnýtin Íslands í hálfleik:
Tveggja 37,5%, þriggja 18,1% og víti 58,3%
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands í hálfleik:
– Martin Hermannsson 9 stig og 3 fráköst 
– Maciej Baginski 9 stig og 5 fráköst
– Emil Karel Einarsson 7 stig, 1 frákast og 1 stoðsending
 
– Hálfleikur: 38-31 fyrir Ísland. Svíar unnu annan leikhluta 19-15. Fremur bragðdaufur annar leikhluti hjá Íslandi.
 
– 2-3 svæðisvörnin komin í gang hjá íslenska liðinu, kunnulegt varnarafbrigði hjá þessum drengjum í Solnahallen. Staðan 37-30 og 1.40mín til hálfleiks.
 
– 2.17mín eftir af öðrum: 34-30 fyrir Ísland og Svíar farnir að anda ofan í hálsmálið á okkur. Linkind í okkar mönnum hér í öðrum leikhluta, vantar allan kraft og baráttu úr fyrsta leikhluta.
 
– Leiftursókn sem hressti okkar menn við, Baginski fyrstur fram og setti niður tvö örugg stig, 34-25 og heimamenn taka leikhlé þegar 3.19mín eru til hálfleiks.
 
– Íslenska liðið er að eyða alltof miklu púðri í dómgæsluna, alltof miklu! Staðan 32-25 fyrir Ísland þegar 3.40mín eru til hálfleiks. Svíar leiða annan leikhluta 13-9.
 
– 4.40mín eftir af öðrum: 32-24 fyrir Ísland. 
 
– Elvar Már að fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir afar litlar sakir, Svíar setja annað vítið og minnka muninn í 31-22 og eiga innkast.
 
– 6.40mín eftir af öðrum: 31-18 fyrir Ísland og heldur rólegra yfir liðunum núna borið saman við fyrsta leikhluta. 
 
– 27-16 og 8.10mín eftir af öðrum leikhluta…Valur Orri Valsson kominn með þrjár villur í íslenska liðinu.
 
– Annar leikhluti hafinn og hann opnar Marin Hermannsson með tveimur vítum, 25-12 fyrir Ísland.
 
Martin Hermannsson
___________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið: Staðan 23-12 fyrir Ísland. Svíar gyrtu í brók í stöðunni 20-4 og lokuðu leikhlutanum með 3-8 dembu. Emil Karel Einarsson kominn með 7 stig í íslenska liðinu.
 
– 24 sek eftir af fyrsta: 23-12, Ísland á síðustu sókn leikhlutans…
 
– 2.10mín eftir af fyrsta: 23-8 fyrir Ísland. Emil Karel er að leika eins og sá er valdið hefur, mögnuð barátta í kappanum sem var enda við að skora og fá villu að auki, vítið steinlá líka.
 
– 20-4, baráttan til fyrirmyndar og Svíar eiga í stökustu vandræðum með að koma boltanum upp völlinn.
 
– 4.08mín eftir af fyrsta: 18-4, Valur Orri svellkaldur inn af bekknum og setur þrist yfir Svíana sem taka leikhlé undir eins enda gengur þeim lítið gegn áköfum Íslendingum.
 
– 15-2… Martin Hermannsson að skella niður þrist. Valur Orri og Jens Valgeir koma núna inn fyrir Elvar Már og Stefán Karel.
 
– 5.22mín eftir af fyrsta: 10-2 og heimamenn búnir að gera sín fyrstu stig í leiknum. Íslenska vörnin til fyrirmyndar og kapp í mönnum. 
 
– Ísland þegar komið með skotrétt, heimamenn aðeins of ákafir í vörninni á upphafsmínútum leiksins. Staðan enn 8-0 Íslandi í vil en okkar menn eru afleitir á vítalínunni hér fyrstu mínúturnar. Aðeins 2 af 7 vítum niður til þessa.
 
– Íslenska vörnin þétt hér í upphafi og heimamenn ekki skorað fyrstu fjórar mínútur leiksins.
 
– 7.04mín eftir af fyrsta: 8-0 fyrir Ísland, Martin Hermannsson skorar í teignum og fær víti að auki sem vill ekki niður.
 
– Baginski brýst í gegn og kemur Íslandi í 5-0
 
– Elvar Már Friðriksson gerir fyrstu stig leiksins fyrir Ísland með stökkskoti í teignum.
 
– Leikur hafinn og það eru Sviar sem vinna uppkastið og fara beint á vítalínuna
___________________________________________________________________________________________
– Byrjunarlið Íslands:
Elvar Már Friðriksson, Martin Hermannsson, Maciej Baginski, Emil Karel Einarsson og Stefán Karel Torfason.
 
– Tveir íslenskir leikir fara nú fram á sama tíma, hér í sal 1 í Solna mætas U18 ára lið Íslands og Svíþjóðar og í sal 2 mætast Ísland og Finnland í U16 karla.