Í dag hefst Norðurlandamót U18 ára og U16 ára landsliða en mótið fer fram í Solna í Svíþjóð. Karfan.is er mætt ytra með allt sitt hafurtask og mun greina ítarlega frá mótinu í máli og myndum. Það eru U18 ára lið Íslands sem ríða á vaðið í kvöld með leikjum gegn Finnum og Dönum.
U18 kvenna mætir Finnum kl. 17:00 hér í Svíþjóð eða kl. 15:00 að íslenskum tíma og er hægt að nálgast lifandi tölfræði frá leikjunum á basket.se. U18 ára lið karla mætir svo Dönum kl. 21 eða kl. 19 að íslenskum tíma.
 
Karfan.is verður með beinar textalýsingar frá leikjunum og í textalýsingunum munum við setja inn myndir frá leikjunum og í lok þeirra gera leikinn upp og bæta við ummælum svo umfjöllunin verður með nokkuð breyttu sniði þar sem hún er skrifuð um leið og leikirnir gerast.
 
Mynd/ Stefán – Frá æfingu U18 ára landsliðs kvenna í gærkvöldi.