Ísland leikur nú gegn Dönum í U16 ára kvenna og er þetta annar leikur 16 ára liðsins í dag. Fyrr í dag höfðu Íslendingar öruggan sigur á Norðmönnum. Á www.kki.is er hægt að nálgast beina tölfræðilýsingu á leiknum en hér að neðan fer bein textalýsing:
U16 kvk Ísland-Danmörk: Textalýsing
– Besti maður leiksins: Bríet Sif Hinriksdóttir með 13 stig og 5 fráköst og skínandi góða baráttu og steig vel upp á lokasprettinum þegar á þurfti að halda.
– Stigahæstu leikmenn Íslands í leiknum:
Sara Rún Hinriksdóttir 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar
Bríet Sif Hinriksdóttir 13 stig, 5 fráköst og 1 stoðsending
Sandra Lind Þrastardóttir 10 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar
Elsa Rún Karlsdóttir 9 stig og 5 fráköst
Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar
____________________________________________________________________________________________
– Leik lokið! Lokatölur 71-67 fyrir Ísland. Ljóst að stelpurnar munu að minnsta kosti leika um bronsið.
– Bríet Hinriks búin að vera drjúg hér á lokasprettinum og vann m.a. boltann af Dönum áðan… 14,8 sek eftir og staðan 69-64 fyrir Ísland.
– 29,6 sek eftir… Sara Rún brennir af fyrra vítinu en setur það síðara og staðan 68-61 og Ísland er að vinna sinn annan sigur í dag!
– Tilþrif leiksins dottin í hús, Guðlaug Björt og Sara Rún með ,,alley-up" og staðan 65-59 fyrir Ísland þegar 1.23mín eru til leiksloka.
– 2.47mín eftir af leiknum: 63-56 fyrir Ísland. Við höldum Dönum í skefjum en bæði lið eru eitthvað feimin við að skora í þessum loka leikhluta.
– 4.44mín eftir: Danir minnka muninn í 61-56
– Guðbjörg Ósk Einarsdóttir kemur Íslandi í 61-52 með stökkskoti við endalínuna. 5.58mín eftir af leiknum.
– 7.10mín eftir af leiknum: 59-52 fyrir Ísland og Danir brydda nú upp á svæðisvörn.
– Fjórði leikhluti hafinn og staðan 57-50 Íslandi í vil.

Bríet Sif Hinriksdóttir
___________________________________________________________________________________________
– Þriðja leikhluta lokið...57-49 fyrir Ísland. Danir unnu þriðja leikhluta 10-19.
– Nú má íslenska einstaklingsframtakið fara og taka sér pásu, liðið þarf að fara að vinna saman á nýjan leik og hreyfa sig sem heild því Danir eru komnir á bragðið… staðan 55-49!
– 1.40mín eftir af þriðja: Danir búnir að minnka muninn í 10 stig, 55-45 fyrir Ísland.
– 5.00mín eftir af þriðja: Staðan enn 49-35 og liðunum gengur ekkert sérstaklega að finna körfuna hér í síðari hálfleik.
– 6.29mín eftir af þriðja: 49-35 fyrir Ísland, 2-5 byrjun Dana á síðari hálfleik og Tómas Holton tekur leikhlé fyrir íslenska liðið.
– Síðari hálfleikur er hafinn…

Elsa Rún og Sandra Lind í baráttunni gegn Dönum í fyrri hálfleik
__________________________________________________________________________________________
– Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik:
Tveggja 56,7%, þriggja 0% (0 af 2), víti 83,3%
– Stigahæstar hjá íslenska liðinu í hálfleik:
Sara Rún Hinriksdóttir 18 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar
Sara Rún Hinriksdóttir 18 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar
Elsa Rún Karlsdóttir 7 stig og 4 fráköst
– Hálfleikur… 47-30 fyrir Ísland! Danir unnu annan leikhluta 16-21. Sandra Lind Þrastardóttir er komin með 3 villur í íslenska liðinu.
– Danir eru að sækja í sig veðrið og hafa minnkað muninn í 45-26… 45 sek til hálfleiks.
– Sara Rún með svakaleg tilþrif! ,,Spin-move" á endalínunni og skoraði af harðfylgi, staðan 43-22 og Sara komin með 16 stig í íslenska liðinu.
– 5.42mín eftir af öðrum: 41-16 fyrir Ísland, Sara Rún að skella niður tveimur vítum. Jákvæt hjá íslenska liðinu að þær halda áfram af krafti, því varð aðeins öðruvísi farið í leiknum gegn Noregi fyrr í dag. Þá róaði íslenska liðið sig mun fyrr og voru rólegar allt til leiksloka. Nú halda þær lengur í grimmdina.
– Sara Hinriksdóttir að stutt skot í hraðaupphlaupi. Ísland leiðir 39-16.
– Annar leikhluti hafinn… 33-12 fyrir Ísland

Sara Rún Hinriksdóttir
___________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið, staðan 31-9 fyrir Ísland. Mögnuð frammistaða hjá stelpunum. Sara Rún komin með 10 stig og 3 fráköst.
– Fyrsta leikhluta lokið, staðan 31-9 fyrir Ísland. Mögnuð frammistaða hjá stelpunum. Sara Rún komin með 10 stig og 3 fráköst.
– 5 sek eftir: Elínóra Einarsdóttir með þrist og breytir stöðunni í 31-9.
– 53 sek eftir af fyrsta: 27-7 fyrir Ísland! Stelpurnar eru hreinlega að valta yfir Dani og eru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Sérstaklega gaman að fylgjast með Söndru Lind og Elsu Rún láta finna fyrir sér í teignum og bakverðirnir eru ekki síðri.
– 3.50mín eftir af fyrsta: 19-7 fyrir Ísland og rjúkandi góður gangur í stelpunum þar sem vörnin er í fyrirrúmi.
– Krafthúsin Sandra Lind og Elsa Rún eru að fara mikinn og leika Dani grátt með góðri baráttu.
– Danir taka leikhlé í stöðunni 9-5 fyrir Ísland…Elsa Rún kemur svo á vítalínuna og tekur tvö víti en Danir brutu á henni eftir sóknarfrákast.
– 6.56mín eftir af fyrsta: 8-5 fyrir Ísland sem keyra vel í bakið á Dönum.
– Leikur hafinn og Sara Rún Hinriksdóttir gerir fyrstu stig Íslands í leiknum.
– Byrjunarlið Íslands:
Bríet Sif Hinriksdóttir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Elsa Rún Karlsdóttir.
Bríet Sif Hinriksdóttir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Elsa Rún Karlsdóttir.