Ísland leikur nú gegn Dönum í U16 ára kvenna og er þetta annar leikur 16 ára liðsins í dag. Fyrr í dag höfðu Íslendingar öruggan sigur á Norðmönnum. Á www.kki.is er hægt að nálgast beina tölfræðilýsingu á leiknum en hér að neðan fer bein textalýsing:
 
U16 kvk Ísland-Danmörk: Textalýsing 
 
 
 
– Besti maður leiksins: Bríet Sif Hinriksdóttir með 13 stig og 5 fráköst og skínandi góða baráttu og steig vel upp á lokasprettinum þegar á þurfti að halda.
 
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands í leiknum:
Sara Rún Hinriksdóttir 25 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar
Bríet Sif Hinriksdóttir 13 stig, 5 fráköst og 1 stoðsending
Sandra Lind Þrastardóttir 10 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar
Elsa Rún Karlsdóttir 9 stig og 5 fráköst
Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar
____________________________________________________________________________________________
– Leik lokið! Lokatölur 71-67 fyrir Ísland. Ljóst að stelpurnar munu að minnsta kosti leika um bronsið.
 
– Bríet Hinriks búin að vera drjúg hér á lokasprettinum og vann m.a. boltann af Dönum áðan… 14,8 sek eftir og staðan 69-64 fyrir Ísland.
 
– 29,6 sek eftir… Sara Rún brennir af fyrra vítinu en setur það síðara og staðan 68-61 og Ísland er að vinna sinn annan sigur í dag!
 
– Tilþrif leiksins dottin í hús, Guðlaug Björt og Sara Rún með ,,alley-up" og staðan 65-59 fyrir Ísland þegar 1.23mín eru til leiksloka.
 
– 2.47mín eftir af leiknum: 63-56 fyrir Ísland. Við höldum Dönum í skefjum en bæði lið eru eitthvað feimin við að skora í þessum loka leikhluta.
 
– 4.44mín eftir: Danir minnka muninn í 61-56
 
– Guðbjörg Ósk Einarsdóttir kemur Íslandi í 61-52 með stökkskoti við endalínuna. 5.58mín eftir af leiknum.
 
– 7.10mín eftir af leiknum: 59-52 fyrir Ísland og Danir brydda nú upp á svæðisvörn.
 
– Fjórði leikhluti hafinn og staðan 57-50 Íslandi í vil.
 
Bríet Sif Hinriksdóttir
___________________________________________________________________________________________
– Þriðja leikhluta lokið...57-49 fyrir Ísland. Danir unnu þriðja leikhluta 10-19.
 
– Nú má íslenska einstaklingsframtakið fara og taka sér pásu, liðið þarf að fara að vinna saman á nýjan leik og hreyfa sig sem heild því Danir eru komnir á bragðið… staðan 55-49!
 
– 1.40mín eftir af þriðja: Danir búnir að minnka muninn í 10 stig, 55-45 fyrir Ísland. 
 
– 5.00mín eftir af þriðja: Staðan enn 49-35 og liðunum gengur ekkert sérstaklega að finna körfuna hér í síðari hálfleik.
 
– 6.29mín eftir af þriðja: 49-35 fyrir Ísland, 2-5 byrjun Dana á síðari hálfleik og Tómas Holton tekur leikhlé fyrir íslenska liðið.
 
– Síðari hálfleikur er hafinn…
 
Elsa Rún og Sandra Lind í baráttunni gegn Dönum í fyrri hálfleik
__________________________________________________________________________________________
– Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik:
Tveggja 56,7%, þriggja 0% (0 af 2), víti 83,3%
 
– Stigahæstar hjá íslenska liðinu í hálfleik:
Sara Rún Hinriksdóttir 18 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar
Elsa Rún Karlsdóttir 7 stig og 4 fráköst
 
– Hálfleikur… 47-30 fyrir Ísland! Danir unnu annan leikhluta 16-21. Sandra Lind Þrastardóttir er komin með 3 villur í íslenska liðinu.
 
– Danir eru að sækja í sig veðrið og hafa minnkað muninn í 45-26… 45 sek til hálfleiks.
 
– Sara Rún með svakaleg tilþrif! ,,Spin-move" á endalínunni og skoraði af harðfylgi, staðan 43-22 og Sara komin með 16 stig í íslenska liðinu.
 
– 5.42mín eftir af öðrum: 41-16 fyrir Ísland, Sara Rún að skella niður tveimur vítum. Jákvæt hjá íslenska liðinu að þær halda áfram af krafti, því varð aðeins öðruvísi farið í leiknum gegn Noregi fyrr í dag. Þá róaði íslenska liðið sig mun fyrr og voru rólegar allt til leiksloka. Nú halda þær lengur í grimmdina.
 
– Sara Hinriksdóttir að stutt skot í hraðaupphlaupi. Ísland leiðir 39-16.
 
– Annar leikhluti hafinn… 33-12 fyrir Ísland
 
Sara Rún Hinriksdóttir
___________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið
, staðan 31-9 fyrir Ísland. Mögnuð frammistaða hjá stelpunum. Sara Rún komin með 10 stig og 3 fráköst.
 
– 5 sek eftir: Elínóra Einarsdóttir með þrist og breytir stöðunni í 31-9.
 
– 53 sek eftir af fyrsta: 27-7 fyrir Ísland! Stelpurnar eru hreinlega að valta yfir Dani og eru miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Sérstaklega gaman að fylgjast með Söndru Lind og Elsu Rún láta finna fyrir sér í teignum og bakverðirnir eru ekki síðri.
 
– 3.50mín eftir af fyrsta: 19-7 fyrir Ísland og rjúkandi góður gangur í stelpunum þar sem vörnin er í fyrirrúmi.
 
– Krafthúsin Sandra Lind og Elsa Rún eru að fara mikinn og leika Dani grátt með góðri baráttu.
 
– Danir taka leikhlé í stöðunni 9-5 fyrir Ísland…Elsa Rún kemur svo á vítalínuna og tekur tvö víti en Danir brutu á henni eftir sóknarfrákast.
 
– 6.56mín eftir af fyrsta: 8-5 fyrir Ísland sem keyra vel í bakið á Dönum.
 
– Leikur hafinn og Sara Rún Hinriksdóttir gerir fyrstu stig Íslands í leiknum.
 
– Byrjunarlið Íslands:
Bríet Sif Hinriksdóttir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Elsa Rún Karlsdóttir.