U16 ára stelpur Íslands leika nú mikilvægan leik gegn Finnum. Ísland þarf að vinna leikinn með 7 stiga mun eða meira til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á morgun. Allt annað en sjö stiga sigur eða meira þýðir að liðið mun leika um bronsið á morgun svo það er að öllu að keppa fyrir stelpurnar í Solnahallen. Á KKÍ.is er hægt að nálgast beina tölfræðilýsingu frá leiknum en hér að neðan fer bein textalýsing frá leiknum.
 
U16 kvk Ísland-Finnland: Textalýsing
 
– Maður leiksins: Elsa Rún Karlsdóttir 16 stig og 7 fráköst.
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands:
Sara Rún Hinriksdóttir 17 stig og 9 fráköst
Elsa Rún Karlsdóttir 16 stig og 7 fráköst
Guðlaug Júlíusdóttir 11 stig og 4 fráköst
 
U16 ára kvennalið Íslands á hrós skilið fyrir vasklega framgöngu. Þær urðu í kvöld fyrsta liðið á NM til að leggja Finna að velli og synd að þær fái ekki að keppa um gullið! 
___________________________________________________________________________________________
Okkur á Karfan.is er oft legið á hálsi fyrir að skrifa ekki hitt eða þetta um dómara. Blessunarlega búum við vel heima á Íslandi hvað dómara varðar, amk. er það mat undirritaðs. Að þessu sinni féllu afar stórir og margoft rangir dómar gegn íslenska liðinu og það er ekki úr vegi að ganga svo langt að segja að íslenska liðið hafi hreinlega verið rænt úrslitaleiknum! Við ætlum ekki að telja upp atvikin hér en okkur gremst hversu ofboðslega slappa dómara aðrar þjóðir en Ísland eru að senda á Norðurlandamótið!
__________________________________________________________________________________________
– Leik lokið: Lokatölur 60-56 fyrir Ísland. Því miður dugði sigurinn ekki til að koma Íslandi í úrslitaleikinn. Frábær sigur hjá íslenska liðinu en stelpurnar hreinlega bresta hér í grát og skyldi engan undra. Þær lögðu allt í sölurnar, unnu leikinn og áttu frábæran dag.
 
– 1,2 sek eftir og Finnar eiga 2 víti… Ísland missti boltann í síðustu sókn. Finnar setja fyrra vítið…brenna af því síðara og Ísland nær frákastinu og vinna leikinn 60-56.
 
– 32 sek eftir... Ísland átti að fá villu en ekkert dæmt. Uppkast og Finnar eiga boltann samkvæmt örinni góðu…
 
– 48 sek eftir og dæmt skref á Ísland! Tómas tekur leikhlé fyrir íslenska liðið og Finnar eiga boltann að leikhléinu loknu.
 
– 1.18mín eftir og Ísland var að misnota tvö vítaskot!
 
– 1.48mín eftir… Elsa Rún setur tvö víti og staðan 60-55 fyrir Ísland
 
– Sara Rún að fá dæmda á sig ósanngjarna villu í boltabaráttu og Finnar fá tvö víti fyrir vikið… setja bæði vítin og minnka muninn í 58-55.
 
– 2.20mín eftir og staðan enn 58-53 fyrir Ísland, munurinn 5 stig, þurfum 7 stiga sigur til að leika til úrslita.
 
– 3.14mín eftir af leiknum: 58-53 fyrir Ísland… Sandra Lind setti tvö sterk pressuvíti niður. 
 
– Rosalegur þristur hjá Finnum! 56-53 og 4.10mín til leiksloka. 
 
– 56-50 fyrir Ísland og 4.47mín eftir og íslenska liðið tekur leikhlé. Tæknivítisdómurinn áðan var hrikalega stór, rangur og virkilega ósanngjarn. Íslenska liðið er einnig að halda áfram að grýta boltanum frá sér og það gengur ekki.
 
– Hvað er að gerast? Ísland fær dæmt á sig tæknivíti og það veit enginn fyrir hvað! Finnar setja bæði vítin og fá boltann aftur og eru búnir að minnka muninn í 56-48. Fáránlegur dómur þar sem Ísland tók ekki innkast aftan við endalínu og fengu dæmt á sig tæknivíti fyrir vikið. Ja hérna.
 
– 5.37mín og Finnar taka leikhlé
 
– 6.00mín eftir af leiknum: Staðan er 54-44 fyrir Ísland og við minnum á að íslenska liðið þarf að vinna 7 stiga sigur á Finnum eða meira til að tryggja sér sætið í úrslitaleiknum á morgun. Þetta ættu að verða afar hjartastyrkjandi sex mínútur hér í Solnahallen.
 
– 54-42… Elsa Rún skorar góða körfu fyrir Ísland, reif niður sóknarfrákast með látum og skoraði svo. 
 
– 52-40 og 8.00mín eftir… Sandra Lind er að leika á fjórum villum í íslenska liðinu.
 
– 50-38... og 8.25mín eftir af leiknum
 
– 50-37...og 9.13mín eftir af leiknum.
 
– Dæmt skref á Ísland eftir 8sek leik í fjórða leikhluta. Við förum alltof illa með boltann búin að tapa honum 25 sinnum í leiknum! 
 
– Fjórði leikhluti er hafinn…
 
Tómas Holton, þjálfari U16 kvenna
__________________________________________________________________________________________
– Sara Rún er komin með 17 stig og 8 fráköst. Elsa Rún er komin með 10 stig og 6 fráköst.
 
– Þriðja leikhluta lokið og staðan 48-35 fyrir Ísland. Finnar unnu leikhlutann 12-16.
 
– 48-32… Finnar voru að setja eitt víti af tveimur og 1.12mín eftir af þriðja. Lítið skorað hér núna og bæði lið nokkuð mistæk. Ísland búið að tapa 22 boltum til þessa og Finnar 16.
 
– 48-31 og 2.25mín eftir af þriðja. Íslensku stelpurnar eru að missa boltann svolítið frá sér, Finnar dekka sendingarlínur vel svo íslenska liðið þarf að losa sig betur og stíga ákveðið á móti sendingunum.
 
– 48-29… Sara Rún með þrist eftir stoðsendingu frá Elsu Rún. Elsa að leika eins og engill hérna. 
 
– 4.38mín eftir af þriðja: 43-27 fyrir Ísland.
 
– Nú vildi einn niður! Elínora Einarsdóttir með íslenskan þrist og staðan 41-27 fyrir Ísland.
 
– 6.54mín eftir af þriðja: 38-25 fyrir Ísland. Tómas tekur leikhlé enda Ísland að leysa illa úr svæði Finna sem byrja síðari hálfleik 2-6.
 
– Íslenska liðið freistast til þess að skjóta þristunum sem Finnar eru að bjóða og skotin okkar eru víðsfjarri. Svæðisvörn Finna gengur því vel hér á upphafsmínútunum.
 
– Finnar mæta með svæðisvörn inn í síðari hálfleikinn, hún hindrar Söru Rún ekki í því að skora en Finnar svara að bragði og staðan 38-21.
 
– Síðari hálfleikur er að hefjast…byrjunarliðið er mætt á völlinn.  
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Elsa Rún Karlsdóttir.
 
Guðlaug Björt Júlíusdóttir
__________________________________________________________________________________________
– Skotnýting Íslands í hálfleik:
Tveggja 55,6%, þriggja 100% (1/1), víti 100% (3/3)
 
– Stigahæstar í íslenska liðinu í hálfleik:
Sara Rún Hinriksdóttir 12 stig og 4 fráköst
Elsa Rún Karlsdóttir 8 stig og 4 fráköst
Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7 stig og 2 stoðsendingar
__________________________________________________________________________________________

– Hálfleikur… 36-19
. Finnar komu niður þrist á lokasekúndum fyrri hálfleik. Ísland vann annan leikhluta 23-12.
 
– 36-16 og 30 sek til hálfleiks
 
– Guðbjörg Ósk Einarsdóttir stelur boltanum og skorar með stökkskoti í teignum hjá Finnum og kemur Íslandi í 32-15.
 
– 2.18mín eftir af öðrum: 30-12 fyrir Ísland. 
 
– 26-12... Finnar skella niður þrist. Íslenska liðið hefur farið óvarlega með boltann síðustu mínútur og Finnar refsa fyrir hvert feilspor.
 
– 4.21mín eftir af öðrum: 26-9 og Finnar búnir að gera sín fyrstu stig í leikhlutanum. Tómas Holton tekur leikhlé fyrir íslenska liðið. Ísland byrjar fyrstu fimm og hálfa mínútuna með 13-2 skriðu.
 
– 26-7 og íslenska liðið er í banastuði! Elsa Rún fer mikinn og var enda við að setja stökkskot niðri við endalínuna, stóra stelpan er að drottna þennan leik!
 
– 6.13mín eftir af öðrum: 22-7 og Finnar taka leikhlé. Þær finnsku hafa enn ekki skorað í öðrum leikhluta og Ísland er með 9-0 skriðu í gangi. Vörnin í fantagír.
 
– 20-7… Sandra Lind með þrist og þar á undan náði Elsa Rún sóknarfrákasti og skoraði. Stóru leikmenn Íslands eru að fara mikinn hér!
 
– Ísland hefur enn ekki tekið þriggja stiga skot í leiknum á meðan Finnar eru 1 af 8. Íslenska liðið sækir mikið á körfuna og gengur það ágætlega, Finnar eru þó í mestum vandræðum þegar íslenska liðinu tekst að brjótast upp völlinn í bakið á þeim.
 
– 8.15mín eftir af öðrum: Sara Rún skorar fyrstu stig leikhlutans og kemur Íslandi í 15-7. Önnur mögnuð tilþrif hjá Söru sem varði skot frá Finnum, brunaði upp völlinn og skoraði. Finnar taka leikhlé.
 
– Mínúta liðin af öðrum leikhluta og staðan enn 13-7. Lyktar svipað og fyrsti leikhluti þar sem það tók óratíma fyrir liðin að skora. Bæði lið eru enn að setja töluverða pressu á boltann og þvinga hvert annað í hver mistökin á fætur öðru.
 
– Annar leikhluti hafinn…Guðlaug Björt Júlíusdóttir er stigahæst eftir fyrsta leikhluta með 5 stig og Sara Rún er með 4 stig og 3 fráköst.
 
Bríet Sif Hinriksdóttir
__________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið.
13-7 fyrir Ísland. Vörnin í algleymingi þessar fyrstu tíu mínútur leiksins. 
 
– 13-7 fyrir Ísland... Sara Rún með svakalegt ,,spin-move" og skorar. Frábær tilþrif hjá þessum öfluga leikmanni. Ísland er á 7-0 skriði þessa stundina…
 
– 8-7 fyrir Ísland... Sara Rún Hinriks brýst upp að körfunni og skorar úr erfiðu færi. Finnar eru ekki að gefa nein grið.
 
– 3.02mín eftir af fyrsta: 6-5 fyrir Ísland og hér er hver karfa þyngdar sinnar virði í gulli. Bæði lið eru mætt með sterkar varnir til leiks.
 
– 4-3… Elsa Rún skorar aftur fyrir Ísland í teignum, stelpurnar eru að finna hana vel í teignum þegar bakverðirnir sækja grimmt að körfunni. Elsa gerir vel að spila sig opna og klárar færin sterkt.
 
– 6.36mín... Elsa Rún gerir fyrstu stigin eftir stoðsendingu frá Bríet Sif, Ísland kemst í 2-0 en Finnar svara með þrist og leiða 2-3.
 
– 7.20mín eftir af fyrsta... og enn ekkert stig komið á töfluna, þetta er athyglisvert í meira lagi. 
 
– 8.35mín eftir af fyrsta… og liðin gera fátt annað en að grýta boltanum frá sér, smá skjálfti í leikmönnum hér á upphafsmínútunum.
 
– Bæði lið byrja með mikil læti í vörninni og eru nokkuð mistæk í sínum sóknaraðgerðum á upphafsmínútum leiksins. Finnar setja mikla pressu á boltann.
 
– Leikur hafinn…
 
– Byrjunarlið Íslands í leiknum:
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Elsa Rún Karlsdóttir.
 
– Þá eru um tíu mínútur í leik. Þetta verður hörku leikur enda þurfa bæði lið að selja sig dýrt. Ísland hefur unnið tvo leiki á mótinu og tapað einum. Finnar eru ósigraðir og mörðu Svía sem lögðu Ísland í gær.  
 
nonni@karfan.is