U16 ára kvennalandsliðs Íslands leikur nú sinn fyrsta leik á NM í Solna og andstæðingurinn eru fræknur okkar frá Noregi. Bein tölfræðilýsing er aðgengileg á KKÍ.is en Karfan.is er hér að neðan með beina textalýsingu:
 
Ísland-Noregur U16 kvenna – Textalýsing
 
 
 
 
– Sterkur sigur hjá íslenska liðinu en það má vel slá því föstu að Norðmenn hafi mætt með lakasta liðið á NM í U16 kvenna og að mótspyrnan sem Ísland fái verði töluvert meiri í næstu leikjum. Engu að síður góð byrjun og ljóst að íslenska liðið er mætt til að spila vörn og berjast eins og þær sýndu á upphafsköflum leiksins.
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands:
Sara Rún Hinriksdóttir 21 stig, 12 fráköst, 2 stoðsendingar, 6 stolnir boltar
Elsa Rún Karlsdóttir 10 stig og 7 fráköst
Sandra Lind Þrastardóttir 9 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar
 
– Maður leiksins: Sara Rún Hinriksdóttir með 21 stig, 12 fráköst og 2 stoðsendingar og 6 stolna bolta.
 
– Lokatölur 62-29 fyrir Ísland... fyrsti sigur kvennaliðs á NM frá árinu 2009. Til hamingju stelpur!
 
– Guðbjörg Ósk Einarsdóttir var enda við að gera fyrstu þriggja stiga körfu leiksins eftir næstum 28 mínútna leik, staðan 61-29 fyrir Ísland.
 
– 3.50mín til leiksloka: 58-24 fyrir Ísland og Norðmenn taka leikhlé. Sara Rún komin með 21 stig og 12 fráköst og Elsa Rún 10 stig og 7 fráköst.
 
– Jæja…íslensku stelpurnar vaknaðar hér í fjórða og svara Norðmönnum með 4-0 áhlaupi þar sem Elsa Rún skorar eftir sóknarfrákast. Staðan 54-24.
 
– Fjórði leikhluti er hafinn, staðan 50-24 fyrir Ísland en Norðmenn búnir að gera þrjú fyrstu stig leikhlutans. 
 
Guðlaug Björt Júlíusdóttir
__________________________________________________________________________________________
– Þriðja leikhluta lokið: 50-21 fyrir Ísland. Noregur vann leikhlutann 8-13. Skotin ekki að detta hjá íslenska liðinu í þriðja leikhluta en það eru allir að spila og fá tilfinningu fyrir parketinu hér í Solnahallen. Vörnin er góð en íslensku stelpurnar þurfa að gerast beittar í sókninni í fjórða og halda dampi, ekki detta úr taktinum.
 
– 1.00mín eftir af þriðja: 50-19 fyrir Ísland og Norðmenn eru að vinna leikhlutann 10-8. 
 
– Leikhlé…48-17, íslenska liðið hefur látið af öllum pressuvörnum og spilar nú meira á hálfum velli. Hvorugu liðinu hefur tekist að skora þriggja stiga körfu í leiknum til þessa.
 
– 5.00mín eftir af þriðja: 48-15 fyrir Ísland og staðan 6-6 í leikhlutanum milli liðanna. Norðmenn orðnir þreyttir á því að láta rúlla sér upp og fara að bíta frá sér.
 
– 46-13 fyrir Ísland... Sandra Lind komin með þrjár villur í íslenska liðinu en hún hefur staðið vaktina með sóma í vörninni og ófeimin við að taka vel á norsku sóknarmönnunum.
 
– Síðari hálfleikur er hafinn, þær sem hefja síðari hálfleik eru:
Sólrún Inga Gísladóttir, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Elsa Rún Karlsdóttir.
 
Sólrún Sæmundsdóttir
____________________________________________________________________________________________
– Skotnýting Íslands í fyrri hálfleik:
Tveggja 45,9%, þriggja 0% (0af 5) og víti 72,7%
 
– Sara Rún Hinriksdóttir er stigahæst í hálfleik með 17 stig og 6 fráköst, Elsa Rún Karlsdóttir er með 8 stig og 3 fráköst og Sandra Lind Þrastardóttir er með 7 stig og 4 fráköst. Allir leikmenn íslenska liðsins hafa komið við sögu í fyrri hálfleik. 
 
– Hálfleikur: 42-9 fyrir Ísland. Einhver besta frammistaða íslensks kvennaliðs í langan tíma á NM og ljóst að þeir Tómas og Finnur þjálfarar liðsins hafa haldið stelpunum vel á tánum.
 
– 30 sek eftir af öðrum: 42-9 fyrir Ísland…Sólrún Sæmundsdóttir kom með fína baráttu inn í íslenska liðið af bekknum.
 
– 3.17mín eftir af öðrum: 40-5 fyrir Ísland og ljóst að stórsigur er í uppsiglingu. Stelpurnar gera þó vel og láta lakan andstæðinginn ekki draga sig niður heldur eru duglegar að halda uppi tempói í leiknum og spila þétta vörn. Þetta gæti orðið mjög langt mót fyrir Norðmenn.
 
– 36-5 fyrir Ísland og þær Sara Rún og Elsa halda áfram að hrella norsku varnarmennina. 
 
– Annar leikhluti er hafinn, staðan er 32-3 Íslandi í vil og nokkuð rólegra yfir leiknum núna.
 
Dagnýs Lísa Davíðsdóttir
___________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið: Yfirburðir Íslands eru gríðarlegir og staðan 30-3 að loknum fyrsta leikhluta. 30 mínútur eftir af leiknum og norski björninn þegar unninn. Getumunurinn er einfaldlega of mikill. Sara Rún Hinriksdóttir er með 13 stig í íslenska liðinu og Elsa Rún Karlsdóttir er með 6 stig. Varnarleikurinn er þéttur og góður og þegar hafa níu leikmenn Íslands komið við sögu þessar fyrstu 10 mínútur leiksins.
 
– 2.37mín eftir af fyrsta: 24-3 fyrir Ísland og Sara Rún komin með 10 stig í íslenska liðinu.
 
– 4.45mín eftir af fyrsta: 18-2 fyrir Ísland og ljóst að hér er mikill getumunur á liðum. 
 
– 6.20mín eftir af fyrsta: 11-2 fyrir Ísland sem hefur góð tök á leiknum. 
 
– 8-2 og Norðmenn gera sín fyrstu stig í leiknum eftir tæpar þrjár mínútur. Íslenska vörnin er fyrnasterk framan af leik. 
 
– 5-0 byrjun hjá Íslandi og Norðmenn taka leikhlé.
 
– Sara Rún Hinriksdóttir gerir fyrstu stig Íslands í leiknum.
 
– Byrjunarlið Íslands:
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Elsa Rún Karlsdóttir