U16 ára landslið Íslands leikur nú sinn fyrsta leik á Norðurlandamótinu og andstæðingurinn eru Norðmenn. Bein tölfræðilýsing er aðgengileg inni á KKÍ.is en hér að neðan fer bein textalýsing frá leiknum.
 
Ísland-Noregur U16 ára karla – textalýsing
 
 
– Hörku leikur hjá 16 ára liðinu gegn Norðmönnum en fráköstin okkar banabiti að þessu sinni. Strákarnir þurfa ekki að örvænta, margt gott í okkar leik í dag sem byggja má ofan á. Norðmenn hafa nú unnið Svía og Íslendinga á mótinu virðast til alls líklegir.
 
 
 
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands:
Kári Jónsson 16 stig, 4 stolnir
Hilmir Kristjánsson 16 stig, 6 fráköst
Jón Axel Guðmundsson 13 stig
 
– Maður leiksins: Kári Jónsson, 16 stig og 4 stolnir boltar
 
– Við höfum fengið smá botn í lokasprettinn… Norðmenn stálu boltanum og skoruðu, Ísland kvartaði yfir því að hafa ekki fengið innkastið við þriggja stiga línuna heldur tókum við innkastið við miðju sem var klárlega mistök dómaranna en þeir þurfa ekki að svara fyrir þau. Mistök Íslands fólust svo í því að biðja um leikhlé eftir norsku körfuna en ekki var innistæða fyrir leikhlénu og af þeim sökum fengum við dæmt á okkur tæknivíti og þar stóð hnífurinn í kúnni.
 
– Lokatölur 88-96 fyrir Norðmenn
 
– 6,7 sek eftir og staðan 88-95 fyrir Norðmenn. Fáum ekki betur séð en að þeim hafi verið afhentur leikurinn á silfurfati. 
 
– Ísland grýtir frá sér boltanum í innkasti, norðmenn vinna boltann og hér eru okkar menn ósáttir við að hafa fengið boltan afhentan á miðjunni en ekki við þriggja stiga línuna. Norðmenn skoruðu og leiða nú 88-92… dæmd hefur verið tæknivilla á Ísland og Norðmenn eru á línunni að klára leikinn! Hér er ýmislegt sem þarfnast útskýringar…
 
24,8 sek eftir: 88-90 fyrir Norðmenn, Ísland fékk skot í teig sem geigaði sem og þriggja stiga skot. Norðmenn náðu frákastinu en pressa Íslands þvingaði þá í brot á 8sek. reglunni. Ísland tekur leikhlé og á síðustu sóknina.
 
– Norðmenn setja annað vítið og staðan 88-90 og annað leikhlé.
 
– 46 sek til leiksloka: Staðan 88-89 fyrir Norðmenn sem eiga tvö víti og Snorri Örn tekur leikhlé fyrir íslenska liðið.
 
– 1.28mín eftir… Ísland missir tvö víti til að ná forystunni og staðan enn 88-89 fyrir Norðmenn.
 
– Pétur Rúnar með þrist og 88-89 og Ísland á 5-0 skriði.
 
– Vilhjálmur Kári Jensson minnkar muninn í 85-89 og 2.15mín til leiksloka
 
– 3.00mín til leiksloka: 83-88 fyrir Norðmenn sem hafa tekið hér 8-0 áhlaup og lítið gengið hjá Íslandi en nú er rétti tíminn til að breyta því.
 
– 4.49mín til leiksloka: 83-84 fyrir Norðmenn
 
– 5.58mín til leiksloka: 83-80 fyrir Ísland, Jón Axel Guðmundsson setur þrist fyrir íslenska liðið og Norðmenn taka leikhlé.
 
– Hilmir Kristjánsson jafnar 78-78 með þrist og Kári Jónsson stelur svo boltanum og jafnar svo aftur fyrir Ísland í 80-80.
 
– 7.00mín til leiksloka: 75-78 fyrir Norðmenn og þetta sveiflast hér á fyrstu mínútum fjórða leikhluta. Stíga út eru sennilega ofnotuðust orð dagsins en það er ekki að ósekju!
 
– Ísland svarar með 4-0 rispu og nær forystunni að nýju 75-74 þegar 8.17mín eru eftir af leiknum. Daði Lár með sprett upp allan völlinn og kláraði með sterku sniðskoti.
 
– Fjórði leikhluti hafinn og Norðmenn þegar búnir að ná sóknarfrákasti og koma sér yfir 71-74.
_________________________________________________________________________________________
– Þriðja leikhluta lokið: Staðan 71-70 fyrir Ísland sem vann þriðja leikhluta 25-19. Fráköstin enn erfið fyrir okkar menn en þeir eru að leika fastar og taka drjúgt út af bensíntanki Norðmanna. 
 
– 30 sek eftir af þriðja: Ísland búið að tapa þremur boltum í röð og staðan 71-70.
 
1.49mín eftir af þriðja: 69-66 fyrir Ísland, Jón Axel að setja niður eitt víti fyrir íslenska liðið. Ísland sterkari aðilinn í leikhlutanum til þessa þar sem Kári Jónsson hefur verið sterkur.
 
– Kári Jónsson að skella þrist yfir svæði Norðmanna og koma Íslandi í 68-66 þegar 2.40mín eru eftir af þriðja leikhluta.
 
– 5.00mín eftir af þriðja: 60-59 fyrir Ísland, strákarnir byrja síðari hálfleik 14-8. S.Dyb Berg leikmaður Noregs kominn með 14 fráköst og Dolven 13. Þessir tveir garpar eru Íslendingum illir viðureignar. Eigum nóg af villum til að gefa svo spurning hvort ekki þurfi að skrúfa upp hitann í kringum þessa tvo stóru menn.
 
– 5 stiga sókn hjá Íslandi! Strákarnir fengu tvö víti efitr óíþróttamannslega villu og Jón Axel Guðmundsson setti svo niður þrist og Ísland komið yfir á ný, 58-57. 
 
– 7.20mín eftir af þriðja: 50-55 fyrir Noreg.
 
– Síðari hálfleikur er hafinn, bæði lið mæta út á völlinn með svæðisvarnir.
____________________________________________________________________________________________
– Nú styttist í að síðari hálfleikur hefjist. Ísland þarf að gefa í gegn Norðmönnum í frákastabaráttunni. Norðmenn oft að fá tvo jafnvel þrjá sénsa í sókninni. Þá þurfa okkar menn einnig að vera duglegri við að sækja að körfunni. Gunnar Ingi Harðarson hefur átt lipra spretti fyrir Ísland í fyrri hálfleik og fer óhræddur á körfuna, þurfum fleiri til að fylgja hans fordæmi. 
 
Daði Lár Jónsson
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands í hálfleik:
Hilmir Kristjánsson 11 stig og 3 fráköst
Gunnar Ingi Harðarson 8 stig
Vilhjálmur Kári Jensson 7 stig
 
– Skotnýtin Íslands í hálfleik
Tveggja 50%, þriggja 33,3% og víti 66,6%
__________________________________________________________________________________________
– Hálfleikur... Gunnar Ingi skorar lokastig fyrri hálfleiks með gegnumbroti og minnkar muninn í 46-51. 
 
– 23,7 sek í hálfleik: Staðan 44-50 fyrir Norðmenn eftir þrist frá Pétri Rúnari, Ísland búið að taka 18 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik og setja sex þeirra niður.
 
– Hilmir Kristjánsson setur niður þrist og minnkar muninn í 40-46.
 
– Norðmenn búa vel við að fá að leika stíft enda hafa þeir aðeins fengið dæmdar á sig tvær villur eftir 18 mínútna leik. Íslensku piltarnir mega ekki láta það fara í skapið á sér heldur bíta í skjaldarrendur, staðan enn 37-46 fyrir Norðmenn þegar 1.45mín eru til hálfleiks.
 
– 3.25mín eftir af öðrum: Ísland að taka mikið af þriggja stiga skotum og ögrar teignum ekki nægilega, á meðan rífa Norðmenn niður öll fráköst. Staðan 37-46 fyrir Norðmenn.
 
– 5.45mín eftir af öðrum: Staðan 35-44 fyrir Norðmenn sem eru að éta íslenska liðið í fráköstunum. Okkar menn eru að fara óvarlega með boltann þessar mínúturnar og eiga enn í erfiðleikum með að stoppa í götin í vörninni.
 
– Norðmenn svara íslenska þristinum frá Kára með tveimur þristum og gegnumbroti, alls 8-0 áhlaup hjá Norðmönnum og staðan 30-38.
 
– Kári Jónsson jafnar 30-30 með þriggja stiga körfu fyrir Ísland í upphafi annars leikhluta.
__________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið: Staðan 27-30 fyrir Norðmenn. Mikið skorað þennan fyrsta leikhluta og hátt tempó. Mun örugglega eitthvað hægjast á leiknum í öðrum leikhluta. Íslenska liðið þarf að þétta vörnina og leika stífar á stóru strákana í norska liðinu, að minnsta kosti stíga þá betur út en í fyrsta leikhluta. Þrír íslenskir leikmenn með 6 stig eftir fyrsta leikhluta, Gunnar Ingi, Hlynur Logi og Hilmir.
 
– Helgi Rúnar Björnsson setur þrist fyrir Ísland og minnkar muninn í 25-26, lifnaði vel yfir hópnum með innkomu Helga og Gunnar Inga.
 
– Gunnar Ingi Harðarson með fjögur stig í röð fyrir íslenska liðið og minnkar muninn í 22-26.
 
– 2.50mín eftir af fyrsta: Norðmenn orðnir mun grimmari og Snorri Örn tekur leikhlé fyrir íslenska liðið. Fráköstin eru Norðmanna, á rúmlega sjö mínútum er staðan 15-5 fyrir Norðmenn í frákastabaráttunni.
 
– 3.40mín eftir af fyrsta: Stóru strákarnir í norska liðinu eru að leika íslenska liðið grátt, staðan 16-20 fyrir norðmenn og íslenska vörnin lekur í augnablikinu.
 
– Norðmenn komnir yfir 14-16 eftir þriggja stiga körfu.
 
– 6.10mín eftir af fyrsta: Norðmenn minnka muninn í 10-8 og komast á 6-0 áhlaup.
 
– Hilmir setur vítið niður af öryggi og staðan 10-2 Íslandi í vil, íslenska liðið byrjar með svæðispressu og er að falla niður í svæðisvörn.
 
– Íslenska liðið byrjar með látum og Hilmir Kristjánsson jarðar hér annan þrist og fær villu að auki! Norðmenn taka leikhlé í stöðunni 9-2.
 
– Grindvíkingurinn Hilmir Kristjánsson gerir fyrsta þristinn fyrir Íslands í leiknum og staðan 5-2.
 
– Hlynur Logi Víkingsson gerir fyrstu stig leiksins fyrir Ísland, stökkskot í teignum.
 
– Leikur hafinn
_________________________________________________________________________________________
– Byrjunarlið Íslands:
Daði Lár Jónsson, Pétur Rúnar Birgisson, Hilmir Kristjánsson, Jón Axel Guðmundsson og Hlynur Logi Víkingsson. 
 
– Allt að verða klárt hér í Solnahallen… þjóðsöngvarnir hafa allir fengið að hljóma og mínúta til leiks. 
 
Pétur Rúnar Birgisson sækir að Norðmönnum í fyrsta leikhluta.