Nú fer fram þriðji leikur U16 ára landsliðs Íslands á NM í Svíþjóð en liðið mætir heimamönnum. Íslensku piltarnir hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og báðir hafa þeir verið hörku leikir. Nú ætla okkar menn að leggja Svía og það… er bara þannig! Bein tölfræðilýsing er á KKÍ.is en bein textalýsing frá leiknum fer hér að neðan:
 
U16 kk Ísland-Svíþjóð: Textalýsing
 
 
 
– Maður leiksins: Jón Axel Guðmundsson, hrikalega sterkur í vörninni, skoraði 5 stig, stal 6 boltum og tók 3 fráköst.
 
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands
Pétur Rúnar Birgisson 12 stig, 4 fráköst
Gunnar Ingi Harðarson 9 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar
Jón Axel Guðmundsson 5 stig, 6 stolnir boltar og 3 fráköst
Hlynur Logi Víkingsson 7 stig, 4 fráköst
Hilmir Kristjánsson 7 stig, 4 fráköst
____________________________________________________________________________________________
– LEIK LOKIÐ – 52-59 fyrir Svíþjóð.
 
– 7,2 sek eftir og Ísland var að brjóta, leikurinn lekur milli fingranna á drengjunum okkar sem mega enn eina ferðina bíta í hið súra epli naumra ósigra. Búnir að spila þrjá hörku leiki á mótinu og tapa þeim með sorglega litlum mun. Einhver herslumunur sem vantar.
 
14 sek eftir og Svíar skora 52-58 og eru hér að klára leikinn. 
 
– 37 sek eftir… Svíar leiða 52-56
 
– Risavaxinn þristur hjá Gunnari Inga sem minnkar muninn í 52-54!
 
– Leikhlé... Ísland var að vinna boltann og taka leikhlé. Svíar leiða 49-54 þegar 2.01mín eru eftir af leiknum. Hjartastyrkjandi lokasprettur framundan.
 
– 2.30mín eftir af leiknum og stór þristur hjá Svíunum sem komast í 49-53. Ísland fær svo dæmt á sig óíþróttamannslega villu svo Svíar eru nú á leið á línuna í tvö skot og fá boltann aftur!
 
– 49-50… Jón Axel minnkar muninn með gegnumbroti, 3.20mín eftir
 
– 4.20mín til leiksloka: 47-50 fyrir Svía sem voru að skora og fá villu að auki. Snorri Örn tekur leikhlé fyrir Ísland og okkar menn mega vera pínu súrir í broti, hallað smá á okkur í dómgæslunni en það hrista strákarnir af sér einn, tveir og þrír. Svíar koma inn og taka víti…
 
– 47-48 og Svíar komnir yfir með þriggja stiga körfu þegar 4.50mín eru til leiksloka. Síðustu sóknir íslenska liðsins hafa ekki verið nægilega sterkar og menn eru að fara óvarlega með boltann.
 
– 47-43 og 5.53mín eftir. 
 
– 7.00mín eftir af leiknum: 47-41 fyrir Ísland og vörnin framan af fjórða leikhluta hefur verið skínandi góð hjá okkar mönnum. Heimamenn taka leikhlé enda hafa þeir ekki skorað fyrstu þrjár mínútur leikhlutans.
 
– Fjórði leikhluti er hafinn og Daði Lár Jónsson kom Íslandi í 44-41 með sterku gegnumbroti.
 
 
Vilhjálmur Kári Jensson
___________________________________________________________________________________________
– Þriðja leikhluta lokið: Vilhjálmur Kári Jensson setti flautukörfu fyrir Ísland í lok þriðja leikhluta eftir vel útfærða sókn og kom Íslandi í 42-41 fyrir fjórða og síðasta leikhluta. 
 
– 29 sek eftir... og Pétur Rúnar jafnar með þrist og staðan 40-40, Kári Jónsson fór í teiginn og dró að sér vörnina og fann Pétur lausan fyrir utan.
 
– Svíar komnir yfir með 5-0 dembu og staðan 37-40. Snorri Örn tekur leikhlé fyrir íslenska liðið nú þegar 1.04mín eru eftir af þriðja leikhluta. Svíinn William Skagius er að fara illa með okkur, kominn með 22 stig og 7 fráköst og strákarnir verða að taka hann fastari tökum, þjarma betur að honum og ýta honum fjær körfunni.
 
– 37-35 og leikhlutinn hefur verið afar jafn, bæði lið með ofurkapp á vörnina og svona gengur ekkert allt of vel að skora. 
 
– 3.20mín eftir af þriðja: 36-35 fyrir Ísland. 
 
– Jón Axel er að vinna vel fyrir íslenska liðið hér í þriðja leikhluta og er kominn með alls 6 stolna bolta í leiknum.
 
– 36-30 fyrir Ísland... Hilmir Kristjánsson að skella niður þrist fyrir okkar menn.
 
– 7.25mín eftir af þriðja: 31-30 fyrir Ísland og Svíar taka leikhlé. Okkar menn að spila svæðisvörn og Svíar byrja á því að grýta boltanum út af og fá nú smá hárþurrku frá þjálfara sínum.
 
– 29-26… Jón Axel Guðmundsson gerir fyrstu stig Íslands í síðari hálfleik.
 
– Síðari hálfleikur er að hefjast…það eru heimamenn í Svíþjóð sem byrja með boltann.
__________________________________________________________________________________________________
 
Gunnar Ingi Harðarson
 
– Frákastabaráttan:
Ísland 17 fráköst, 12 í vörn, 5 í sókn
Svíþjóð 28 fráköst, 22 í vörn, 6 í sókn
 
– Skotnýting Íslands í hálfleik:
Tveggja 28,5%, þriggja 28,5% og víti 42,8 %
 
– Stigahæstu leikmenn Íslands í hálfleik:
Pétur Rúnar Birgisson 8 stig og 3 fráköst
Kári Jónsson 5 stig
Hlynur Logi Víkingsson 5 stig og 2 fráköst
___________________________________________________________________________________________
– Hálfleikur… 27-26 fyrir Ísland! Gunnar Ingi Harðarson skoraði í sænska teignum og Ísland stal svo boltanum þegar tíminn var að renna út, Atli Þórsson reyndi þá skot frá miðju sem dansaði af hringnum. Íslenska liðið s.s. með forystu í hálfleik og unnu annan leikhluta 20-13!
 
– 21 sek til hálfleiks… Svíar grýttu boltanum útaf og Ísland á því lokasókn fyrri hálfleiks og getum með körfu farið með forystu inn í hálfleikinn. Annar leikhluti mun líflegri og betri hjá okkar mönnum sem hafa stigið betur út og sótt fastar á sænsku körfuna.
 
– 25-26… og Svíar taka leikhlé þegar 38 sekúndur eru til hálfleiks.
 
– 2.30mín eftir af öðrum: Pétur Rúnar með dreifbýlisþrist (þ.e. þristur langt fyrir utan, við erum ekki að benda á hið augljósa að leikmaður úr dreifbýlinu hafi skorað þrist heldur einvörðungu að um laaangt langskot hafi verið að ræða – þetta orð hefur nefnilega verið misskilið áður). En dreifarinn hans Péturs kom okkur yfir, 25-24!
 
– 22-23... Kári Jónsson kemst inn í sendingu, brunar fram og skorar. 
 
– 4.47mín eftir af öðrum: 20-23 fyrir Svíþjóð og heimamenn taka leikhlé. Pétur Rúnar og Hlynur Logi hafa verið beittir í íslenska liðinu en þeir Daði Lár og Kári Jóns hafa einnig komið ferskir inn og eru að baka varnarmönnum Svía vandræði. 
 
– 6.11mín eftir af öðrum: 16-21 fyrir Svíþjóð sem leiða nú frákastabaráttuna 20-10. Stíga út, lykilatriði.
 
– Kári Jóns og Pétur Rúnar bæta við þristum og minnka muninn í 16-17, skotin farin að detta enda vart búið lengi við kuldann sem var í fyrsta leikhluta.
 
– Annar leikhluti hafinn og staðan 10-17 fyrir Svía, Hlynur Logi var enda við að smella þrist niður fyrir íslenska liðið.
 
____________________________________________________________________________________________
– Fyrsta leikhluta lokið... staðan 7-13 fyrir Svía sem lokuðu leikhlutanum með 4-0 spretti. Meiri ákafa í íslenska liðið, þora að láta til sín taka og fyrir sér finna, þá fara hlutirnir að gerast.
 
– 7-9… Hlynur Logi setur tvö víti, íslenska liðið farið að sækja af meiri festu á sænsku körfuna.
 
– 5-9... Jón Axel Guðmundsson braust í gegn og skoraði, fékk villu að auki og setti vítið, það rofar aðeins til.
 
– 2-9 og 2.24mín eftir af fyrsta leikhluta, Snorri Örn tekur leikhlé fyrir íslenska liðið sem er 1 af 8 í teignum og 0 af 4 í þriggja stiga.
 
– 2-7 Svíar að smella niður þrist…vantar mun meiri ákveðni í sóknaraðgerðir íslenska liðsins, menn verða að þora!
 
– 2-4… Pétur Rúnar Birgisson gerir fyrstu stig Íslands í leiknum eftir sterkt gegnumbrot.
 
– 5.30mín eftir af fyrsta: 0-2, Svíar gera fyrstu stig leiksins eftir tæpar fimm mínútur.
 
– Heimamenn í Svíþjóð spila stíft… Hilmir Kristjánsson kennir sér eymsla eftir smá byltu en er rokinn á fætur. 6.43mín liðnar og enn ekki búið að skora!
 
– Tvær mínútur liðnar og hvorugu liði hefur tekist að skora, bæði lið eru að keyra vel upp hraðann en ættu að fara betur með boltann.
 
– Leikur hafinn…
 
– Byrjunarlið Íslands:
Jón Axel Guðmundsson, Gunnar Ingi Harðarson, Pétur Rúnar Birgisson, Hilmir Kristjánsson og Atli Þórsson.
 
– Sem fyrr er Ísland að mæta liði með töluvert hávaxnari leikmenn og því ekki úr vegi að reima á sig ,,stíga út skóna"
 
– Þjóðsöngvarnir blastaðir á fullu hér í Solnahallen
 
– Úrslit U16 karla á NM til þessa:
Ísland 88-96 Noregur
Ísland 90-98 Finnland
 
– Nú eru tæpar 15 mínútur í leik. U16 ára landslið Íslands leika hér á sama tíma. Bæði gegn Svíum, strákarnir hafa enn ekki unnið leik en stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leikina sína.