Ísland og Finnland etja kappi í U16 karla. Ísland tapaði í morgun eftir hörkuleik og eru að elta sinn fyrsta sigur á mótinu.
Stigahæstur hjá Íslandi voru þeir Jón Axel Guðmundsson og Hilmir Kristjánsson með 18 stig hvor.
 
 
Samantekt um leikinn á KKÍ.is
 
 
Maður leiksins: Jón Axel Guðmundsson var sterkur í vörn og sókn og þorði að taka af skorið þegar á þurfti.
 
________________________________________________________________________
 
– Finnskur sigur 90-98.
 
– 12 sekúndur eftir og Finnar leiða með sex en við eigum boltann. Er þetta hægt … ?
 
– 13 sekúndur eftir og leikhlé. Finnar leiða 90-94 og eiga boltann.
 
– Mínúta eftir og Finnar leiða 88-94.
 
– Ísland tekur leikhlé þegar 1:54 eru eftir af leiknum. Finnar leiða 86-91 og þeir eru á línunni. Þetta lítur ekki of vel út hjá liðinu.
 
– Jón Axel Guðmundsson með glæsilega varið skot en strákarnir náðu ekki að nýta það því að þeir settu boltann út af í hraðaupphlaupinu sem það skilaði.
 
– Ruðningur dæmur á Pétur í sniðskoti. Finnar leiða 86-91.
 
– Finnarnir svara með sex stigum í röð – staðan 84-91 þegar 3.30 eru eftir.
 
– Pétur Birgisson minnkar muninn með glæsilegu gegnumbroti.
 
– Leikhlé þegar Ísland er að saxa á forskotið. 82-85 fyrir Finna þegar 5.05 eru eftir af fjórða leikhluta. Mikill kraftur í Íslandi og eru þeir byrjaðir að taka fráköstin.
 
– Atli Þórsson fær hér vænt högg og þarf að skipta útaf. Engin villa dæmd – áhugvert. Finnar með boltann þear 7.10 eru eftir og leiða 78-83.
 
– Flott pick’n roll hjá Íslandi. Atli Þórsson setur tvö stig.
 
– Finnarnir halda áfram að rífa sóknarfráköst og við að kasta boltanum frá okkur. Finnar eru yfir 74-83.
 
Byrjunarlið Íslands í lokaleikhlutanum: Hilmir Kristjánsson, Daði Lár Jónsson, Kári Jónsson, Jón Axel Guðmundsson og Atli Þórsson.
________________________________________________________________________
 
– Daði Lár Jónsson lokar leikhlutanum með snyrtilegu gegnumbroti. Finnar leiða 74-77 þegar lokaleikhlutinn er að fara hefjast.
 
– 72-73 fyrir Finna og þeir eiga tvö víti þegar 56 sekúndur eru eftir.
 
– Ísland leiðir 70-67 þegar 2:07 eru eftir af 3. leikhluta.
 
– Jón Axel Guðmundsson jafnar 61-61 með þristi.
 
– 7:07 eftir af þriðja leikhluta. Staðan 56-61 Finnlandi í vil.
 
– Ísland skorar og Finnarnir stíga yfir linuna i innkasti. Hilmir tekur sóknarfrákst og fær körfu og vilu að auki. Setur vítið og staðan 53-58. Smá meðbyr með Íslandi.
 
– Það er dýrt að taka ekki varnarfráköstin. Okkar menn eru að finna fyrir því. Finnar leiða 48-58.
 
– Finnarnir eru í svæði og maður á mann og reyna að trufla okkar menn – það virkar.
 
– Fyrsta sókn Íslands endar með gegnumbroti sem skilar tveimur vítaskotum. Hilmir á línunni og setur bæði.
 
– Lið Íslands sem byrjar þriðja leikhluta: Hilmir Kristjánsson, Hlynur Logi Víkingsson, Jón Axel Guðmundsson, Pétur Birgisson og Gunnar Harðarson.
______________________________________________________________________
 
– Bæði lið eru að hitta ágætlega en munurinn liggur í því að Finnarnir eru búnir að fá miklu fleiri skot með því að taka öll þessi fráköst.
 
– Í hálfleik eru Gunnar Ingi Harðarson og Jón Axel Guðmundsson stigahæstir með 11 stig hvor.

– Í hálfleik er íslenska liðið búið að taka 9 fráköst gegn 17 frá Finnum þar af eru sjö þeirra sóknarfráköst hjá Finnlandi.
_______________________________________________________________________
 
Daði Lár Jónsson að fara framhjá einum Finnanum í dag.
  Daði Lár Jónsson að fara framhjá einum Finnanum í dag.
 
– Finnland leiðir 44-53 þegar flautað er hálfleiks. Lokaskot Hilmis Kristjánssonar um leið og flautan gall geigaði. Þjálfararnir þurfa að ræða vel og vandlega við drengina sem hafa kastað alltof mörgum boltum frá sér.
 
– 36 sekúndur eftir og Finnland er yfir 44-52 þegar tekið er leikhlé.
 
– Ísland tekur leikhlé þegar 1:41 er eftir af 2. leikhluta. Finnarnir komnir 50-44 yfir. Ekkert gengur hjá okkar strákum sem eru að láta finnsku vörnina fara illa með sig.
 
– Finnland að spila maður á mann vörn allan völl. Ísland í smá erfiðleikum.
 
– Finnland kemst yfir í fyrsta sinn með þristi. Staðan 44-46 og 2:26 eftir af 2. leikhluta.
 
– Finnar að negla þrist eftir sóknarfrákast. Minnka muninn í 1 stig 44-43.
 
– Fimm sekúndur dæmar á Hlyn Loga Víkingsson. Hann þurfti meiri hjálp. Staðan enn 44-39.
 
– Ísland tekur leikhlé þegar 4:16 eru eftir af 2. leikhluta og staðan 39-44. Ísland búið að vera gefa fráköst frá sér og Finnarnir fengið ódýra körfu. Snorri Örn Arnaldsson er að fara yfir hlutina með liðinu.
 
– Munurinn kominn i fimm stig 42-37. Ísland setur þá sniðskot og vinna boltann strax aftur.
 
5:45 eftir af 2. leikhluta. Strákarnir að spila maður á mann vörn ofar á vellinum. Finnarnir í vandræðum.
 
– Finnland minnkaði muninnn í 34-30 en þá komu m.a. tveir þristar frá Atla Þórssyni og ísland leiðir 42-32.
 
– Jón Axel Guðmundsson á línunni. Finnarnir ósáttir við dóminn en afar augljóst fyrir réttu augun. Tvö skot og bæði ofaní.
 
– Finnland minnkar muninn í 34-25 með þrist. Aðeins að lifna yfir Finnum.
 
– Lið Íslands sem byrjar annan leikhluta: Atli Þórsson, Jón Axel Guðmundsson, Daði Lár Jónsson, Gunnar Harðarson og Vilhjálmur Kári Jensson.
 
—————————————————————————————————–
 
 
  Íslenska vörnin er feyki sterk og er að gera þeim finnsku það erfitt fyrir.
 
 – Ísland leiðir 30-21 eftir fyrsta leikhluta.
 
– Daði Lár Jónsson að fara á línuna í stöðunni 27-19. 1:28 eftir af fyrsta.
 
 
2:15 eftir af fyrsta leikhluta. Ísland leiðir 25-15. Vörnin sterk hjá Íslandi.
 
– Ísland að keyra upp hraðann og nokkrar körfur komnar úr hraðaupphlaupum. Gunnar Ingi Harðarson var að setja tvö stig eftir hraða sókn. Ísland leiðir 23-13.
 
–  Jón Axel Guðmundsson var að setja niður körfu og fá víti að auki. Setur vítið. Staðan er 17-13 fyrir Ísland.
 
– Ísland spilar maður á mann vörn. Staðan 11-13 fyrir Ísland þegar 5:34 eru eftir af 1. leikhluta.
 
– Finnarnir náðu vopnum sínum og nú er liðin að skiptast á körfum. Staðan 11-9 Íslandi í vil.
 
– Sterk byrjun hjá Íslandi. Komast í 5-0. Finnski þjálfarinn tekur leikhlé og les yifr sínum mönnum.
 
——————————————————————————————————-

Byrjunarlið Íslands: Jón Axel Guðmundsson, Gunnar Harðarson, Pétur Birgisson, Hlynur Víkingsson og Hilmir Kristjánsson.