Þriðji leikur Íslands í U16 kvenna hefst kl. 15.00 en þá mæta stelpurnar Svíþjóð.
 
Maður leiksins: Sandra Lind Þrastadóttir
 
Tölfræði
 
– Það vantaði herslumuninn að liðið að keppa við Svíana fram í lokin. Ótrúleg spilamennska hjá stelpunum sem létu Svíana aldrei hræða sig.
 
___________________________________________________________________________
 
Svíar vinna 53-66 í hörkuleik.
 
– Erfitt fyrir Ísland. Svíarnir komnir með 14 stiga forystu 47-61 þegar 1:40 eru eftir.
 
– Elínora Einarsdóttir að negla niður þristi og Svíar leiða 47-57 þegar 3:14 eru eftir. Leikhlé.
 
– 44-55 fyrir Svíum. Ísland í svæði. Þriggja-stiga skot frá Svíum var að snúast upp úr hringnum. 4:07 eftir.
 
– Svíar taka leikhlé. Sóknarleikur beggja liða er brösulegur en varnarleikurinn til fyrirmyndar. Stelpunum vantar smá heppni í skotunum en boltinn er ítrekað að rúlla af hringnum. 6:55 eftir af leiknum.
 
– Tómas þjálfari tekur Elsu Karlsdóttur útaf fyrir Guðlaugu. Ætlar að spila án miðherjans síns. Sara og Sandra eru stórir.
 
– Stór þristur hjá Svíum en þær leiða 42-51.
 
– Fjórði leikhluti farinn af stað.
______________________________________________________________________________
 
– Pressan að skila tilætluðum árangri. Fát komið á sóknaraðgerir Svía. Staðan 42-48 eftir að Svíar fengu körfu að gjöf í lok þriðja leikhluta þegar leikmaður Svía skrefaði all myndarlega. 10 mínútur eftir og stelpurnar enn inni í þessu.
 
– Ísland að breyta til í vörninni og eru komin með 2-2-1 pressu. Sjáum hvort það hafi tilætluð áhrif. 37-44 fyrir Svía. 1:15 eftir.
 
– 33-41 fyrir Svía en stelpunum okkar gengur ekki nógu vel þessa stundina. 3:22 eftir af 3. leikhluta.
 
– Slæmur kafli hjá Íslandi. Þrír tapaðir í jafn mörgum sóknum og Svíarnir refsuðu með þremur körfum. Staðan allt í einu orðin 31-37 þeim gulu í vil. 5:17 eftir af 3. leikhluta.
 
– Elsa Karlsdóttir með flott varið skot sem skapar hraðaupphlaup hjá Íslandi. Óheppnar að ná ekki að nýta það. 7:18 eftir af þriðja. Ísland leiðir með einu stigi.
 
– Sara kemur Íslandi aftur yfir með stigi af línunni 31-30.
 
– Sara stelur sendingu uppi á toppi og kemst ein í sniðskot. Ísland leiðir 30-28.
 
– Seinni hálfleikur að fara hefjast. Svíar byrja með boltann. Þetta verður áhugavert.
______________________________________________________________________________
 
– Jafnt í hálfleik 28-28. Sandra kláraði leikhlutann á línunni. Stelpurnar virtust ætla að henda þessu frá sér en náðu að halda haus. Það getur allt gerst í hálfleik.
 
– Sandra kemur Íslandi yfir 26-24. 1:15 er eftir.
 
– Svíar jafna 24-24 með þriggja-stiga körfu. 2:27 eftir af öðrum leikhluta. Aðeins byrjað að draga af stelpunum. En þær eru að spila afar vel síðustu 10 mínútur.
 
– Ísland leiðir 19-22 – systurnar með sitthvora körfuna.
 
– Svíar taka leikhlé. 6:46 eftir.
 
– Elsa Karlsdóttir kemur Íslandi yfir 18-16. Flott hreyfing á blokkinni.
 
– 7:39 eftir og ennþá 16-16. Stelpurnar óheppnar með nokkur skot. Spila af mikilli yfirvegun.
 
– Ísland jafnar 16-16 – Sara Rún með körfu eftir gott kerfi.
 
– Annar leikhluti hafinn.
______________________________________________________________________________
 
  Sara Rún að fagna körfu sem hún skoraði – en hún fékk víti að auki. Beint ofaní.
 
– 13-16 fyrir Svía þegar fyrsti leikhluti er búinn. Sandra Þrastardóttir átti siðustu körfuna. Ísland að gera Svíum erfitt fyrir. Flott spilamennska hjá Íslandi.
 
– Glæsilegt hraðaupphlaup hjá Íslandi. Guðlaug finnur Söru og Ísland minnkar muninn í fimm stig 11-16. 1:43 eftir af fyrsta.
 
– Sara Rún Hinriksdóttir á línunni – setur bæði. Staðan 7-14.
 
– Leikhlé. 4:07 eftir.
 
– Svíar leiða 5-12 þegar 5:13 eru eftir af 1. leikhluta.
 
– Bríet Sif er komin með tvær villur og Elínora Einarsdóttir skipti við hana.
 
– Mikið fjör í upphafi leiks. Svíarnir leiða 5-6 en síðustu þrjú stigin voru íslensk þegar Sara Hinriksdóttir setti körfu og fékk villu að auki. Hún setti vítið.
 
– Leikur hafinn – Ísland vinnur uppkastið.
 
Byrjunarlið Íslands: Sara Hinriksdóttir, Bríet Hinriksdóttir, Elsa Karlsdóttir, Sandra Þrastardóttir og Guðlaug Björg Júlíusdóttir
____________________________________________________________________________
 
– Fyrir leik: Ísland er með tvo sigra úr fyrstu tveimur leikjum sínum. Svíar eru 1 og 1 en þeir töpuðu fyrir Finnum með flautukörfu.
 
– Fyrir leik: Svíar eru með nokkra mjög hávaxna leikmenn. Okkar lið er að fara spila við sinn sterkasta andstæðing á mótinu til þessa.