Tómas Holton stýrir U16 ára liði kvenna á eftir í afar mikilvægum leik. Liðið verður að vinna Finnland með 7 stiga mun til þess að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn. Allt annað en 7 stiga sigur eða meira þýðir að Ísland mun leika um bronsverðlaun en ekki til úrslita. Stóra stundin nálgast og þjálfarinn er brattur.
,,Stelpurnar ætla að vera pirrandi eins og þær sögðu sjálfar. Þær ætla sem sagt að spila stífa vörn og vera í andlitinu á Finnum og ná að nota hraðann okkar á réttum tímum. Boltapressa gaf okkur mikið gegn Noregi og Danmörku, ekki eins mikið á móti Svíþjóð og nú ætlum við að sjá hvernig Finnarnir bregðast við," sagði Tómas stuttu fyrir leik þegar Karfan.is náði í skottið á honum.
 
nonni@karfan.is