Ítalska körfuknattleikssambandið og Giorgio Gandolfi munu standa fyrir alþjóðlegu þjálfaranámskeiði dagana 29. júní til 1. júlí á Rimini á Ítalíu.
Fyrirlesarar eru vel þekktir þjálfarar frá Evrópu og Bandaríkjunum og þar á meðal eru Ettore Messina (Þjálfarateymi LA Lakers), Xavi Pascual (Barcelona), Steve Robinson (aðstoðarþjálfari hjá North Carolina), Kevin Boyle (Montverde Academy High School) og Don Casey (Fyrrverandi háskóla og NBA-þjálfari).