Sigurður Ingimundarson mun stýra bæði karla- og kvennaliði Keflavíkur í úrvalsdeildunum á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur, www.keflavik.is. Falur Harðarson ákvað að stíga til hliðar í kvennaliðinu en hann tók við því af Jóni Halldóri Eðvaldssyni að lokinni þarsíðustu leiktíð.
Sigurður er öllum hnútum kunnugur í Keflavík og ekki síst þegar kemur að kvennaliðinu en hann stýrði því árin 1992-1996 og varð liðið Íslandsmeistari öll árin nema eitt.