Lokahóf KKD Stjörnunnar fór fram á dögunum þar sem Justin Shouse og Bryndís Hanna Hreinsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokkanna á nýliðnu tímabili.
Í meistaraflokki karla fékk Dagur Kár Jónsson mestu framfarir, Keith Cothran var valinn varnarmaður ársins og Marvin Valdimarsson sóknarmaður ársins. Andrea Ösp Pálsdóttir og Rebekka Ragnarsson fengu mestu framfarir í kvennaflokki og Bára Fanney Hálfdánardóttir var valin besti varnarmaður ársins.
 
Mynd/ Úr safni