Sævaldur Bjarnason hefur snúið heim að Hliðarenda og verður aðstoðarþjálfari Ágústar Björginssonvar með meistaraflokk félagsins í 1. deild á næstu leiktíð. Valur.is greinir frá en Sævaldur mun einnig þjálfa minnibolta, 11. flokk drengja og unglingaflokk karla. Þá hefur Ágúst Björgvinsson endurnýjað samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.
Birgir Björn Pétursson, Kristinn Ólafsson og Guðbjörg Sverrisdóttir hafa endurnýjað samninga sína við Val en þau sömdu öll til næstu tveggja ára.