U16 ára landslið Íslands hefur orðið fyrir blóðtöku hér á NM en ljóst er að Pétur Rúnar Birgisson leikur ekki meira með liðinu en hann hlaut meiðsli í leiknum gegn Svíum í dag. Pétur fékk högg á lærið og náði að spila á meiðslunum á meðan hann var heitur en um leið og leik lauk bólgnaði hann verulega. Blóðtaka fyrir Ísland þar sem Pétur er á meðal lykilmanna liðsins.
Pétur missir því af Danaleiknum á morgun en úrslit leiksins hafa því miður ekki áhrif á framhaldið hjá 16 ára liðinu sem vegna lakari stöðu í innbyrðisviðureignum kemst ekki ofar í stigatöflunni. Súrt í broti hjá okkar mönnum sem hafa átt ljómandi góðar rispur.
 
Þá meiddist Ingunn Embla Kristínardóttir í gær hjá U18 ára landsliði Íslands og leikur ekki meira með á mótinu vegna tognunar svo NM er að taka sinn toll hjá íslensku liðunum.
 
nonni@karfan.is