Á dögunum fór aðalfundur KKD Skallagríms fram þar sem Pálmi Þór Sævarsson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við félagið og mun því stýra Skallagrím í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Á fundinum var einnig skipuð ný stjórn deildarinnar þsr sem Björn Bjarki Þorsteinsson tók við formannabandinu af Pálma Blængssyni.
Bandaríski bakvörðurinn Lloyd Harrison samdi einnig við félagið en hann stýrði liðinu í 1. deild og er væntanlegur aftur á klakann fyrir næstu leiktíð.
 
Nánar af Skallagrímsmönnum hér