Oklahoma City Thunder eru komnir í úrslit vesturstrandarinnar í NBA dieldinni eftir 16 stiga sigur á LA Lakers í nótt, 106-90. Lakers eru þar með komnir í frí þar sem Oklahoma vann einvígið 4-1. Þá komst Boston í 3-2 gegn Philadelphia 76ers. Þetta er því annað árið í röð sem Oklahloma mun leika til úrslita í vestrinu en einvígi þeirra og San Antonio hefst á sunnudag.
Oklahoma City Thunder 106-90 LA Lakers
Oklahoma vann einvígið 4-1
Russell Westbrook fór mikinn í liði Oklahoma með 28 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst. Þá bætti Kevin Durant við 25 stigum og 10 fráköstum. Kobe Bryant kvaddi tímabiliði með látum en hann skoraði 42 stig fyrir Lakers og tók 5 fráköst.
 
Boston Celtics 101-85 Philadelphia 76ers
Boston leiðir einvígið 3-2
Brandon Bass var stigahæstur í liði Boston með 27 stig í leiknum og Rajon Rondo lét ekki sitt eftir liggja í tvennutrylli með 13 stig og 14 stoðsendingar. Elton Brand var stigahæstur hjá 76ers með 19 stig og Evan Turner bætti við 11 stigum og 10 fráköstum.
 
Mynd/ AP: Kevin Durant og félagar í Oklahoma eru á leið í úrslit vesturstrandarinnar.
 
nonni@karfan.is